Ber skylda til að gegna störfum sínum áfram

Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þeim fjór­um dómur­um Lands­rétt­ar, sem til­kynnt var í gær að myndu ekki taka þátt í dóm­störf­um við Lands­rétt eft­ir dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í vik­unni, ber skylda til að gegna störf­um sín­um áfram með þeim hætti sem starfs­skyld­ur þeirra mæla fyr­ir um. Þetta seg­ir Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, lögmaður og fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, í pistli á vefsíðu sinni.

Jón Stein­ar vís­ar til þess að í lög­um um mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu segi að úr­lausn­ir dóm­stóls­ins séu ekki bind­andi að ís­lensk­um lands­rétti. „Með dóm­in­um um dag­inn breytt­ist rétt­arstaða dóm­ara við Lands­rétt því ekki,“ seg­ir hann.

Seg­ir Jón Stein­ar að niðurstaða Lands­rétt­ar um að dóm­ar­arn­ir fjór­ir muni ekki taka þátt í dóm­störf­um fái ekki staðist. „Þetta eru dóm­ar­ar sem skipaðir hafa verið til dómstarfa og ber skylda til að sinna þeim meðan þeir gegna embætt­um sín­um,“ seg­ir hann.

Ljóst er að Jón Stein­ar gef­ur hvorki mikið fyr­ir niður­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins né Lands­rétt­ar. Seg­ir hann ákvörðun Lands­rétt­ar sýna að jafn­vel „vönduðustu ís­lensku lög­fræðing­um hætt­ir til að fara á taug­um yfir þessu furðuverki sem dóm­ur MDE er.“

Jón Stein­ar seg­ir að í aðild Íslend­inga að dóm­stóln­um fel­ist ákveðin viður­kenn­ing á að dóm­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins kunni að hafa þýðingu hér, þó að þeir hafi ekki bein réttaráhrif inn­an­lands. „Með því að óska eft­ir meðferð máls­ins fyr­ir yf­ir­deild­inni eru Íslend­ing­ar aðeins að gefa dóm­stóln­um sjálf­um kost á að leiðrétta mis­tök sín. Í þeirri leiðrétt­ingu myndi að minnsta kosti fel­ast viðleitni dóm­stóls­ins til að ávinna sér traust og virðingu hér­lend­is, sem und­an­far­in ár hef­ur beðið hnekki, þó að ekki hafi fyrr verið svo al­var­leg­ur sem nú.“

Tel­ur hann að ef yf­ir­deild­in muni staðfesta fyrri dóm ættu Íslend­ing­ar að huga að viðbrögðum, meðal ann­ars hvort ástæða sé til að skoða aðild að mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um, eða hvort breyta eigi lög­um til að tryggja áhrifa­leysi dóma dóm­stóls­ins. „Svona kannski til að draga úr lík­um á tauga­áföll­um ís­lenskra lög­fræðinga,“ end­ar hann pist­il sinn á.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert