„Hann verður að fá pásu“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Hari

„Ef mér tekst ekki að sann­færa þig um að kjósa Pírata, þá lang­ar mig a.m.k. að sann­færa þig um að kjósa eitt­hvað annað en Sjálf­stæðis­flokk­inn.“ Þannig hefst Face­book-færsla Helga Hrafn Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, þar sem hann gagn­rýn­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn harðlega.

Hann seg­ir að stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins sé ekki slæm, og fólk eigi ekki að kjósa hann þess vegna, held­ur sé flokk­ur­inn orðinn svo heimakær vald­inu að meðferð hans á því ein­kenn­ist af ábyrgðarleysi.

Það er ekk­ert sterk­ara ein­kenni Sjálf­stæðis­flokks­ins held­ur en ábyrgðarleysi í öll­um skiln­ingi, á öll­um sviðum og öll­um stund­um. Þessi flokk­ur er með full­komið of­næmi fyr­ir ábyrgð og ger­ir enn­frem­ur allt sem hann get­ur til að grafa und­an vænt­ing­um fólks til ábyrgðar í stjórn­mál­um,“ skrif­ar Helgi Hrafn.

Hann seg­ir það, hvað Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé rót­gró­inn hluti af stjórn­mála­sög­unni og stjórn­sýsl­unni, sé viðviðvar­andi, sjálf­stætt vanda­mál.

Hann verður að fá pásu, þó það væri ekki nema til að hann troði því inn í haus­inn á sér að það sé ekki sjálfsagt að hann sé við völd.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert