Segir kröfur hælisleitenda fáránlegar

Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður íslensku Þjóðfylkingarinnar, mótmælti mótmælum hælisleitenda.
Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður íslensku Þjóðfylkingarinnar, mótmælti mótmælum hælisleitenda. mbl.is/Eggert

Það voru ekki einungis hælisleitendur og aðstandendur þeirra sem flykktust á Austurvöll í dag heldur komu þar einnig tæplega 30 meðlimir Íslensku þjóðfylkingarinnar sem mótmæltu kröfum hælisleitenda friðsamlega. Þau stóðu við Alþingishúsið og einhver kallaði að þeim „Nú? Er Austurvöllur upptekinn?“ Einn af þeim sem stóð með hælisleitendum hvatti fólk til þess að hunsa Þjóðfylkinguna en allt kom fyrir ekki og kallaði annar: „Útlendingahatur á ekki heima á tuttugustu og fyrstu öldinni.“

Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður íslensku Þjóðfylkingarinnar, sagði í samtali við mbl.is að mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar snerust ekki um útlendingahatur.

„Við erum á móti öllu ofbeldi“

„Ég vil standa vörð um íslenskt réttarfar, standa með löggjafanum. Við mótmælum því að menn komi hér og misbjóði réttarríkinu. Hælisleitendur réðust gegn lögreglunni síðast, það er alveg á hreinu. Við erum á móti öllu ofbeldi, hvort sem það er á Nýja-Sjálandi eða annars staðar, hvort sem það er á kirkjur eða moskur, öllu ofbeldi.”

Aðspurður segir Guðmundur íslensku Þjóðfylkinguna ekkert hafa á móti því að hælisleitendur láti í sér heyra. „Þau mega alveg tjá sig. Á meðan þau ráðast ekki gegn löggjafanum þá er þetta allt í lagi. Ef lögreglan biður þau um að færa sig eða gera eitthvað annað þá eiga þau að gegna því.“

Hælisleitendur fara fram á að brott­vís­un­um hæl­is­leit­enda verði hætt, að all­ir hæl­is­leit­end­ur fái efn­is­meðferð hér á landi og að Dyfl­inn­ar­reglu­gerðin sé ekki notuð, að hæl­is­leit­end­ur fái rétt til að vinna og njóti jafns aðgangs að heil­brigðisþjón­ustu, auk þess sem dval­arstað hæl­is­leit­anda á Ásbrú verði lokað. Guðmundur segir kröfur hælisleitenda fáránlegar. 

Tæplega 30 manns frá íslensku Þjóðfylkingunni mótmæltu fyrir utan Alþingishúsið …
Tæplega 30 manns frá íslensku Þjóðfylkingunni mótmæltu fyrir utan Alþingishúsið en fóru ekki inn á Austurvöll. mbl.is/Eggert

„Ég var með í því að byggja þessi hús sem eru uppi á velli og ég veit ekki betur en þetta sé fjórða stærsta samfélag á Íslandi þannig að þetta er ekki beint einangrun eins og þeir halda fram. Ef þú skoðar þessi hýbýli sem eru þarna upp frá sem þóttu nógu góð fyrir flugmenn hersins þá hlýtur þetta nú að vera nógu gott fyrir þessa menn.” 

Vísir greindi frá því fyrr í dag að fagnaðarlæti hafi brotist út þegar Íslenska þjóðfylkingin yfirgaf svæðið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert