Mótmælendur settu í dag skilti á styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, en hælisleitendur og flóttamenn hafa mótmælt þar alla vikuna. Á skiltið er búið að skrifa „I‘m surrounded by marvelous people,“ sem mætti útleggjast sem „ég er umkringdur undraverðu fólki.“
Sumir þeirra sem hafa mótmælt undanfarið hafa dvalið þar næturlangt í tjaldi sem reist var fyrir framan Alþingishúsið. Kröfur hópsins eru meðal annars þær að gera hælisleitendum auðveldara að fá leyfi til að lifa og starfa hér á landi og þá hafa þeir einnig mótmælt aðstöðu hælisleitenda og flóttafólks á Ásbrú. Samkvæmt yfirlýsingum munu þeir verða á Austurvelli þar til árangur næst.