Skoða leka- og mygluvanda í fleiri skólum

Fossvogsskóla var lokað vegna myglu og rakaskemmda, en þaðan mun …
Fossvogsskóla var lokað vegna myglu og rakaskemmda, en þaðan mun kennsla flytjast í Laugardal út skólaárið. mbl.is/​Hari

Staðfest hef­ur verið að myglu sé að finna í tveim­ur grunn­skól­um í Reykja­vík, en til viðbót­ar er til skoðunar hvort leka­mál í tveim­ur öðrum skól­um hafi leitt til myglu. Þá á að fara í heild­ar­út­tekt á skóla­hús­næði borg­ar­inn­ar í sum­ar til að skoða leka sem vafi leik­ur á. Þetta seg­ir Helgi Gríms­son, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, en í kvöld­frétt­um Rúv var greint frá því að lík­ur væru á myglu í fjór­um skól­um.

Ein álma í Breiðholts­skóla og all­ur Foss­vogs­skóli

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Helgi að aðgerðir standi nú þegar yfir í Breiðholts­skóla og Foss­vogs­skóla. Í fyrr­nefnda skól­an­um þurfti að rýma eina álmu þar sem lekið hafði með glugg­um og vatn runnið á milli út­veggja og ein­angr­un­ar í inn­veggj­um. Helgi seg­ir að ekki hafi sést nein um­merki um myglu að inn­an­verðu og það hafi ekki verið fyrr en ein­kenni hafi komið fram hjá starfs­fólki og nem­end­um sem mygl­an og lek­inn hafi fund­ist. Hann seg­ir að rým­ing­in hafi haft áhrif á nokkra tugi nem­enda.

Í Foss­vogs­skóla var greint frá myglu ný­lega, en ákveðið var að rýma all­an skól­ann og finna nýj­an kennslu­stað út skóla­árið. Verður not­ast við höfuðstöðvar KSÍ í Laug­ar­dal og aðstöðu Þrótt­ar og Ármanns. Til viðbót­ar verður til skamms tíma not­ast við bráðabirgðastof­ur sem eru á skóla­lóðinni við Foss­vogs­skóla og voru sett­ar upp í haust. Helgi seg­ir hins veg­ar að fljót­lega muni þeir nem­end­ur sem verði þar fær­ast yfir í Laug­ar­dal­inn þannig að öll starf­sem­in verði á svipuðum stað. Bráðabirgðastof­urn­ar verði hins veg­ar notaðar sem frí­stunda­heim­ili.

Mygla kom upp í einni álmu í Breiðholtsskóla.
Mygla kom upp í einni álmu í Breiðholts­skóla. mbl.is/​Friðrik Tryggva­son

Flytja starf­semi Foss­vogs­skóla á morg­un

Flutn­ing­ur hefst á morg­un úr Foss­vogi í Laug­ar­dal, en gert er ráð fyr­ir að kennsla hefj­ist á þriðju­dag­inn. Seg­ir Helgi að stjórn­end­ur og aðrir starfs­menn skól­ans hafi unnið alla helg­ina að því að setja upp skipu­lag fyr­ir flutn­ing­inn sem og að und­ir­búa breytt skipu­lag skóla­starfs og rútu­ferðir sem verða á milli Foss­vogs og Laug­ar­dals. „Það verður ákveðin kúnst að laga kennslu og starf að nýj­um aðstæðum,“ seg­ir hann og tek­ur fram að þó að hús­næðið sé ekki full­komið fyr­ir skólastarf, þá sé það hins veg­ar gott miðað við aðstæður.

Seg­ir hann að um sé að ræða meðal ann­ars fund­araðstöðu og því sé ein­hver búnaður þegar til staðar sem minnki magn þess sem þarf að flytja. Þá verði tals­verðu fargað og nefn­ir hann að aðeins verði flutt lág­marks­magn papp­írs­gagna. Helgi þakk­ar KSÍ, Þrótti og Ármanni sér­stak­lega fyr­ir viðbrögðin og seg­ir að borg­ar­yf­ir­völd hafi mætt mikl­um vel­vilja hjá þess­um fé­lög­um.

Í Foss­vogs­skóla er ástæða myglu mis­mun­andi eft­ir álm­um, en Helgi seg­ir að í elsta hús­inu sé gallað milli­loft og þar hafi komið raki og mygla. Í miðhúsi skól­ans hafi verið kom­inn tími á þakið og því verði skipt út vegna leka sem og milli­lofti. Í aust­ustu bygg­ing­unni sé um að ræða leka meðfram glugg­um og þar þurfi að fara í stór­tæk­ar aðgerðir og taka af klæðningu. Seg­ir hann að í raun þurfi að fara yfir vegg­ina frá A til Ö og hreinsa burt skemmd­ir að inn­an­verðu. Í heild hef­ur rým­ing­in áhrif á 340 börn.

Skoða Ártúns­skóla og Selja­skóla

Í Ártúns­skóla og Selja­skóla hafa svo komið fram ein­kenni um raka eða leka. Í Ártúns­skóla er verið að fara yfir hvort eitt­hvað hafi skemmst og kalli á hreins­un, en þar hef­ur lekið á nokkr­um stöðum. Helgi seg­ir að vitað sé um raka í Selja­skóla, en þar þurfi að at­huga bet­ur með myglu.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Helgi Gríms­son, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Rekja vand­ann til niður­skurðar eft­ir hrun

Helgi seg­ir að rekja megi leka og lé­legt viðhald til þess að eft­ir hrun hafi fjár­mun­ir í viðhald verið skorn­ir niður. Sem dæmi nefn­ir hann að fljót­lega eft­ir hrun hafi borg­in sett um 400 millj­ón­ir í viðhald, en í ár sé það komið upp í 2,5 millj­arða. „Við erum kom­in á rétt ról núna, en enn er verið að vinna við að ná í skottið á sér,“ seg­ir hann og tek­ur fram að hann geti ekki sagt hversu lang­an tíma það muni taka að vinna á upp­söfnuðum vanda.

Um­hverf­is- og skipu­lags­svið mun að sögn Helga fara í heild­ar­út­tekt á stöðu skóla­hús­næðis í borg­inni í sum­ar og þá mun koma bet­ur í ljós hver upp­safnaður vandi er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert