Sveinn Andri Sveinsson lögmaður verður gestur Bjartar Ólafsdóttur í þjóðamálaþættinum Þingvöllum sem hefst á K100 klukkan 10. Munu þau ræða dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða sem féll í vikunni.
Í síðari hluta þáttarins mun Björt ræða við þingmennina Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Rósu Björk Brynjólfsdóttur um framhald þingstarfa í kjölfar afsagnar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Hér er hægt að hlusta á Þingvelli.