Forsætisráðherra fer yfir viðbrögð stjórnvalda

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Hari

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur skýrslu á Alþingi klukkan 14 þar sem hún fer yfir viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 

Líkt og fram hefur komið taldi Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu að ekki hafi verið skipað í embætti dóm­ara við Lands­rétt með löglegum hætti. 

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, er nýr dómsmálaráðherra en Sig­ríður Á. And­er­sen sagði af sér í kjölfar dómsins.

Sjö dóm­ar­ar MDE dæmdu í mál­inu og sögðu fimm þeirra skip­un dóm­ara í Lands­rétt hafa borið merki um ský­laust brot af hálfu ís­lenska rík­is­ins. Var í því sam­hengi vísað til þess að Sig­ríður hafi gert að til­lögu sinni lista yfir fimmtán dóm­ara sem var frá­brugðinn þeim sem hæfis­nefnd skilaði til ráðherra.

Einnig var gerð at­huga­semd við málsmeðferð Alþing­is á grund­velli þess að ekki var greitt at­kvæði um skip­un í hvert embætti fyr­ir sig, eins og lög kveða á um.

Vefur Alþingis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert