Klaustursmálið „bleiki fíllinn“

Frá málþinginu í morgun. Ragna Árnadóttir, fremst á myndinni, var …
Frá málþinginu í morgun. Ragna Árnadóttir, fremst á myndinni, var fundarstjóri. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér líður svo­lítið eins og þetta sé bleiki fíll­inn hérna inni,“ sagði Fríða Rós Valdi­mars­dótt­ir, formaður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands, áður en hún spurði um Klaust­urs­málið á málþing­inu „Stjórn­mál­in og #MeT­oo“ í morg­un.

Þing­menn alla flokka ræddu aðgerðir í kjöl­far #MeT­oo-bylt­ing­ar­inn­ar og var langt liðið á umræðuna þegar Fríða benti á fíl­inn í her­berg­inu.

Hún sagði Klaust­urs­málið snerta marga flokka og allt í einu sé Alþingi sem vinnustaður ekki til fyr­ir­mynd­ar. Fríða sagðist ótrú­lega stressuð að segja þetta. 

Óviðun­andi að þurfa að um­gang­ast ger­anda

„Það er óviðun­andi að vera alltaf í kring­um þinn ger­anda,“ sagði Fríða og benti á að í tengsl­um við #MeT­oo-mál hefði fjöldi kvenna leitað til henn­ar. Eins og kunn­ugt er ræddu þing­menn Miðflokks­ins á afar óviðeig­andi hátt um sam­starfs­kon­ur sín­ar á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber.

„Það er alls ekki viðun­andi hvernig tekið hef­ur verið á þessu máli, langt frá því. Það skýrist af hluta til af viðbrögðum okk­ar sjálfra, hvernig all­ir þing­menn hafa tekið á þessu,“ sagði Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata.

Seg­ir gerend­ur ekki taka ábyrgð

„Gerend­urn­ir í þessu máli bera gríðarlega mikla ábyrgð og þeir neita að taka hana,“ sagði Þór­hild­ur Sunna og hélt áfram:

„Þeir reyna að benda á alla aðra þing­menn, alla aðra karla á þingi, og segja að svona tali all­ir karl­arn­ir um kon­urn­ar þegar þær heyra ekki til. Þetta sé al­vana­legt, ekk­ert merki­legt og talað sé um kon­urn­ar eins og ein­hverja hluti. Þeir segja að það sé eitt­hvað sem kon­ur á Alþingi þurfi að sætta sig við,“ sagði Þór­hild­ur Sunna.

„Það er ekki í lagi að koma svona fram við okk­ur.“

Lilja Al­freðsdótt­ir mennta­málaráðherra og ein þeirra sem greindi frá því að hafa orðið fyr­ir of­beldi af hálfu þing­mann­anna á Klaustri bar, sagði viðbrögð þjóðar­inn­ar við því sem átti sér stað þar hafa verið af­skap­lega skýr.

„Við líðum ekki svona hegðun og of­beldi,“ sagði Lilja. Hún bætti við að fjöldi ungra kvenna hefði komið að máli við hana og sagt það frá­bær skila­boð að svona um­mæli verði ekki liðin op­in­ber­lega.

„Þetta gerðist og við þurf­um að vera skýr; nei, þetta er ekki í lagi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka