Afgerandi stuðningur við umferð

00:00
00:00

Und­an­farið hafa versl­un­ar­eig­end­ur kannað sín í milli af­stöðu til lok­ana á Lauga­vegi, Skóla­vörðustíg og í Banka­stræti. Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti, í kring­um 90%, seg­ist and­víg­ur al­ger­um lok­un­um á göt­un­um. Niður­stöðurn­ar voru kynnt­ar í dag á mikl­um hita­fundi þar sem fólk gerði þó at­huga­semd­ir við fram­kvæmd könn­un­ar­inn­ar.

mbl.is var á fund­in­um í dag þar sem fólk skipt­ist á skoðunum en rekstr­araðilar hjá rót­grón­um versl­un­um á borð við Brynju, Mál og menn­ingu og Jón og Óskar skora á borg­ar­yf­ir­völd að hefja raun­veru­legt sam­ráð í tengsl­um við út­færslu á lok­un­um gatn­anna. 

„Það sem er að ger­ast hérna í bæn­um er svo­lítið rosa­legt,“ seg­ir Bolli Ófeigs­son hjá Gullsmiðju Ófeigs sem hef­ur verið í rekstri í 28 ár. Hann bend­ir á að versl­un­um sé al­mennt að fækka og finn­ur greini­leg­an mun á söl­unni þegar Skóla­vörðustíg er lokað, en versl­un­in stend­ur á þeim stað sem er lokaður fyr­ir bílaum­ferð þegar göt­un­um er lokað. Hann hef­ur því brugðið á það ráð mennta sig sem raf­virki og býr sig þannig und­ir að þurfa að loka versl­un­inni.  

Ekki voru þó all­ir á fund­in­um sam­mála. Auðunn Gísli Árna­son hef­ur rekið Skart­gripa­versl­un­ina Fríðu á Skóla­vörðustígn­um í fjög­ur ár en þó fyr­ir ofan svæðið sem er lokað. Hann seg­ist ekki hafa mótað sér skoðun á því hvort lok­an­irn­ar séu af hinu góða eða ekki en ger­ir þó at­huga­semd­ir við fram­kvæmd könn­un­ar­inn­ar. „Þess­ar niður­stöður eru fengn­ar á ein­hverj­um per­sónu­leg­um nót­um, frek­ar en fag­leg­um nót­um sem mér finnst ábóta­vant,“ seg­ir Auðunn.

Borg­ar­yf­ir­völd hafa í áföng­um boðað var­an­lega lok­un á þess­um götuköfl­um og ljóst er að það mun hrista enn frek­ar upp í versl­un á svæðinu.

Yf­ir­lýs­ing versl­un­ar­eig­enda:

Þær versl­an­ir sem skrifa hér und­ir þetta bréf hafa all­ar starfað í miðbæn­um í 25 ár eða leng­ur, en sam­an­lögð viðskipta­saga fyr­ir­tækj­anna er 1.689 ár. Við höf­um því lifað tím­ana tvenna. Við höf­um staðið vakt­ina þrátt fyr­ir til­komu Kringlu, Smáralind­ar og fleiri versl­un­ar­kjarna víðs veg­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Sum­ar­lok­an­ir gatna í miðbæn­um frá ár­inu 2012 og sí­end­ur­tekn­ar skyndi­lok­an­ir hafa leitt af sér mik­inn sam­drátt í versl­un. Viðskipta­vin­ir venj­ast af því að versla hér á þessu svæði þegar göt­un­um er lokað og ástandið versn­ar í hvert sinn sem lokað er að nýju. Á þetta hef­ur ít­rekað verið bent, meðal ann­ars með veltu­töl­um, en við höf­um talað fyr­ir dauf­um eyr­um borg­ar­yf­ir­valda.

Staðan í versl­un í miðbæn­um er grafal­var­leg. Ýmis rót­gró­in fyr­ir­tæki eru að hverfa á braut og fleiri að hugsa sér til hreyf­ings. Það er ekki hvað síst af­leiðing götu­lok­ana und­an­far­inna ára. Nei­kvæð áhrif lok­ana ná langt út fyr­ir þau svæði þar sem lokað er. Þrátt fyr­ir það boða borg­ar­yf­ir­völd nú í áföng­um lok­un Lauga­veg­ar, Banka­stræt­is og neðsta hlut­ar Skóla­vörðustígs til fram­búðar.

Marg­ir í okk­ar röðum sjá alls eng­an rekstr­ar­grund­völl í lokaðri götu og telja því eina kost­inn að flytja fyr­ir­tæk­in annað. Til að versl­un­in fái þrif­ist þarf aðgengi að henni að vera greitt.

Milli okk­ar hef­ur gengið und­ir­skriftalisti þar sem lok­un­um er mót­mælt, en list­inn verður kynnt­ur á fund­in­um á morg­un. Eng­inn þarf að velkj­ast í vafa um af­stöðu meg­inþorra rekstr­araðila í þessu efni.

Nú er mál til komið að borg­ar­yf­ir­völd hlusti á okk­ur sem staðið höf­um vakt­ina í fyr­ir­tækj­um okk­ar í ára­tugi og hefji raun­veru­legt sam­ráð um leiðir til að efla versl­un og þar með mann­líf hér á þessu svæði, því án blóm­legr­ar versl­un­ar er eng­inn miðbær.

Gull­kist­an skraut­gripa­versl­un, Frakka­stíg 10 (rétt við hornið á Lauga­vegi) – rekstr­ar­saga í 147 ár

Penn­inn Ey­munds­son, Aust­ur­stræti 18, Lauga­vegi 77, Skóla­vörðustíg 11 – versl­un­ar­saga í 140 ár

Versl­un Guðsteins Eyj­ólfs­son­ar, Lauga­vegi 34 – versl­un­ar­saga í 101 ár

Brynja, Lauga­vegi 29 – versl­un­ar­saga í 100 ár

Guðlaug­ur A. Magnús­son, Skóla­vörðustíg 10 – versl­un­ar­saga í 95 ár

List­vina­húsið leir­kera­smíði og minja­gripa­versl­un – rekstr­ar­saga í 92 ár

Efna­laug­in Úðafoss, Vita­stíg 13 (50 metra frá Lauga­vegi) – rekstr­ar­saga í 86 ár

Snyrti­vöru­versl­un­in Stella, Banka­stræti 3 – versl­un­ar­saga í 77 ár

Vinnufata­búðin, Lauga­vegi 76 – versl­un­ar­saga í 75 ár

Dún og fiður, Lauga­vegi 86 – versl­un­ar­saga í 60 ár

Gull­smíðaversl­un og verk­stæði Hjálm­ars Torfa­son­ar, Lauga­vegi 71 – versl­un­ar­saga í 60 ár

Mál og menn­ing, Lauga­vegi 18 – versl­un­ar­saga í 60 ár

Gler­augna­sal­an 65, Lauga­vegi 65 – versl­un­ar­saga í 58 ár

Tösku- og hanska­búðin, Lauga­vegi 103 – versl­un­ar­saga í 58 ár

Herra­húsið, Lauga­vegi 47 – versl­una­saga í 54 ár (flyt­ur nú í Ármúla 27)

Gull­smíðaversl­un Guðbrand­ur J. Jezorski, Lauga­vegi 48 – versl­un­ar­saga í 53 ár

Gull & Silf­ur skart­gripa­versl­un og verk­stæði – versl­un­ar­saga í 48 ár

Jón og Óskar úra og skart­gripa­versl­un, Lauga­vegi 61 – versl­un­ar­saga í 48 ár

Gler­augnamiðstöðin Prof­il-Optik, Lauga­vegi 24 – versl­un­ar­saga í 47 ár

Lins­an gler­augna­versl­un, Skóla­vörðustíg 41 – versl­un­ar­saga í 47 ár

Gil­bert úr­smiður, Lauga­vegi 62 – versl­un­ar­saga í 45 ár

Dimm­alimm, Lauga­vegi 53b – versl­un­ar­saga í 30 ár

Gull­kúnst Helgu, Lauga­vegi 13 – versl­un­ar­saga í 30 ár

Gullsmiðja og List­muna­hús Ófeigs, Skóla­vörðustíg 5 – versl­un­ar­saga í 27 ár

Versl­un­in Kós, Lauga­vegi 94 – versl­un­ar­saga í 26 ár

Caru­so við Lækj­ar­torg – veit­inga­saga í 25 ár

Bolli Krist­ins­son, kaupmaður við Lauga­veg

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert