Fast leiguverð í sjö ár

Af vef Almenna leigufélagsins en þar er að finna húsnæði …
Af vef Almenna leigufélagsins en þar er að finna húsnæði til leigu. Almenna leigufélagið

Alma er ný þjón­usta á leigu­markaði þar sem leigj­end­um er gef­inn kost­ur á leigu til allt að sjö ára á föstu leigu­verði sem ein­ung­is er tengt vísi­tölu neyslu­verðs. Alma er í eigu Al­menna leigu­fé­lags­ins. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

„Al­menna leigu­fé­lagið hef­ur unnið að þess­ari nýju þjón­ustu um nokk­urt skeið en í nýju samn­ing­un­um felst leigu­ör­yggi til allt að sjö ára. Samn­ing­arn­ir eru gerðir til árs í senn en að ári liðnu hef­ur leigj­and­inn ein­hliða rétt á að fram­lengja samn­ing­inn um annað ár. Með þess­um hætti get­ur leigj­andi fram­lengt allt að sex sinn­um eða í allt að sjö ár. Þegar samn­ing­ur er fram­lengd­ur kem­ur ekki til neinn­ar hækk­un­ar á leigu­verði um­fram breyt­ing­ar á vísi­tölu neyslu­verðs og er því leigu­verð tryggt til allt að sjö ára.

Nýir leigu­samn­ing­ar Ölmu bjóðast öll­um nýj­um viðskipta­vin­um frá 19. mars, auk þess sem öðrum viðskipta­vin­um verður boðið að skipta yfir þegar þeirra samn­ing­ar renna út. Áfram verður jafn­framt boðið upp á styttri leigu­samn­inga með styttri upp­sagn­ar­fresti, sem henta þeim sem vilja leigja til skemmri tíma og hafa mik­inn sveigj­an­leika.

Eins og fram hef­ur komið funduðu Al­menna leigu­fé­lagið og VR um ís­lenska leigu­markaðinn fyr­ir skömmu vegna fyr­ir­hugaðra hækk­ana á leigu­verði sem síðar var fallið frá. For­svars­menn fé­lag­anna voru sam­mála um að breyt­inga væri þörf á ís­lensk­um leigu­markaði þar sem háir vext­ir þrýsti á leigu­verð, hvort sem er í fé­lags­lega kerf­inu eða á hinum al­menna markaði. Þegar við bæt­ist óstöðugt lóðafram­boð og hár kostnaður við bygg­inga­fram­kvæmd­ir dreg­ur úr leigu­fram­boði á viðráðan­legu verði fyr­ir hinn al­menna launa­mann.

Einnig voru for­svars­menn fé­lag­anna sam­mála um að mik­il­vægt væri að ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóðir og aðrir lang­tíma­fjár­fest­ar kæmu með öfl­ug­um hætti að fjár­mögn­un leigu­fé­laga til þess að skapa grund­völl fyr­ir lægri leigu, stöðugra leigu­um­hverfi og aukið hús­næðis­ör­yggi,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

„Hús­næðismál eru eitt brýn­asta úr­lausna­efni sam­tím­ans og flest­ir eru sam­mála um mik­il­vægi þess að vinna að fjöl­breytt­um lausn­um sem henta mis­mun­andi hóp­um á hús­næðismarkaði. Það er von okk­ar að Alma sé fyrsta skrefið í átt að því að gera hinn al­menna leigu­markað að raun­hæf­um lang­tíma­val­kosti og að inn­lend­ir fjár­fest­ar komi nú að upp­bygg­ingu hans með krafti. Um­fang og framtíð þess­ar­ar nýju þjón­ustu Ölmu mun á end­an­um ráðast af áhuga lang­tíma­fjár­festa á því að fjár­magna fé­lagið á hag­kvæm­um kjör­um sem end­ur­spegla hversu traust fjár­fest­ing­in er,“ seg­ir María Björk Ein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Al­menna leigu­fé­lags­ins, í frétta­til­kynn­ingu.

Al­menna leigu­fé­lagið er sjálf­stætt fast­eigna­fé­lag sem heyr­ir und­ir sjóð sem er í eigu fjöl­breytts hóps fag­fjár­festa og stofnana­fjár­festa. Sjóður­inn er í rekstri hjá fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Gamma. Fé­lagið hef­ur aldrei greitt út arð til hlut­hafa á þeim tíma sem það hef­ur starfað.

Upp­lýs­ing­ar um íbúðir

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert