Gekk berserksgang í Vestmannaeyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók karlmann í liðinni viku vegna fjölda afbrota, meðal annars líkamsárásir, hótanir og skemmdir á lögreglubíl. Var hann úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald.

Maðurinn var kærður fyrir þrjár líkamsárásir, en í tveimur tilvikum var um minni háttar áverka að ræða, en í einu tilviki er um meiri háttar áverka að ræða. Þá var sami maður kærður fyrir hótanir, húsbrot, eignaspjöll, þjófnað, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot.

Maðurinn hótaði síðan lögreglu og reyndi að hindra störf lögreglunnar með því að skera á alla fjóra hjólbarða á lögreglubifreið. Kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar að það sé litið mjög alvarlegum augum.

Sem fyrr segir var maðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna langt varðhald, en þar var meðal annars tekið mið af því að hann var að brjóta skilorð og þá er fleiri málum ólokið í refsivörslukerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert