Iðnaðarmenn slíta viðræðum

Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Kristján Þórður Snæbjarnarson. mbl.is/Styrmir Kári

Iðnaðarmenn slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins skömmu fyrir hádegi en fundur hjá samninganefndum hófst klukkan 11 í morgun. Iðnaðarmenn fara nú að undirbúa verkfallsaðgerðir.

„Við teljum að það þurfi að auka þrýsting á viðsemjendur okkar til að komast lengra,“ er haft eftir Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands, á vef RÚV.

Ágreiningsmálin í samningunum séu mörg, til að mynda vinnutíminn.

Starfsgreinasambandið sleit viðræðum sínum við SA í gær.

„Þetta þýðir að við för­um í að kalla sam­an okk­ar aðgerðahóp og þar mun­um við taka ákvörðun um það hvernig við mun­um í fram­hald­inu skipu­leggja okk­ur til þess að setja meiri þrýst­ing á að ná kjara­samn­ing­um,“ sagði Björn formaður SGS í gær. Viðbúið er að allt að 20.000 fé­lags­menn fari í verk­föll í apríl eða maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert