Finnar, Danir, Norðmenn og Íslendingar eru hamingjusamastir í heimi, samkvæmt nýrri skýrslu, sem birt var í dag í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum.
Í næstu sætum eru Hollendingar, Svisslendingar, Svíar, Nýsjálendingar, Kanadamenn og Austurríkismenn. Óhamingjusamastir eru íbúar Jemen, Rúanda, Tansaníu, Afganistan, Mið-Afríkulýðveldisins og Suður-Súdan.
Listinn byggir á könnun, sem Gallup gerir reglulega og niðurstöður þeirrar könnunar eru síðan vegnar. Fram kemur í skýrslunni, að Finnar, Danir og Norðmenn hafi styrkt stöðu sína í toppsætum listans frá því hamingja var síðast mæld með þessum hætti. Engar nýjar upplýsingar lágu fyrir um Ísland en það heldur samt fjórða sæti á listanum.