Frumvarp um neyslurými lagt fram

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert

Frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra sem kveður á um laga­heim­ild til að stofna og reka neyslu­rými hef­ur verið lagt fram á Alþingi.

Mark­miðið með rekstri neyslu­rýma er að draga úr skaðleg­um af­leiðing­um af notk­un áv­ana- og fíkni­efna.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá heil­brigðisráðuneyt­inu. Greint var frá því í janú­ar síðastliðnum að heil­brigðisráðherra hefði sett af stað vinnu til að und­ir­búa opn­un neyslu­rýma fyr­ir langt leidda vímu­efna­neyt­end­ur.

Frum­varpið fel­ur í sér breyt­ing­ar á lög­um um áv­ana- og fíkni­efni sem ger­ir embætti land­lækn­is kleift að heim­ila sveit­ar­fé­lagi að stofna og reka neyslu­rými að upp­fyllt­um nán­ari skil­yrðum sem heil­brigðisráðherra set­ur um rekst­ur þeirra, þar á meðal um þjón­ustu, holl­ustu­hætti, hæfni starfs­fólks og upp­lýs­inga­gjöf.

Neyslu­rými er skil­greint í frum­varp­inu sem „laga­lega verndað um­hverfi þar sem ein­stak­ling­ar sem eru 18 ára og eldri geta neytt áv­ana- og fíkni­efna í æð und­ir eft­ir­liti heil­brigðis­starfs­manna og þar sem gætt er fyllsta hrein­læt­is, ör­ygg­is og sýk­inga­varna.“

Und­ir­bún­ing­ur að opn­un neyslu­rým­is í Reykja­vík hef­ur staðið yfir um skeið. Fyr­ir ligg­ur að vel­ferðarsvið Reykja­vík­ur­borg­ar muni taka þátt í verk­efn­inu og í fjár­lög­um þessa árs eru 50 millj­ón­ir króna ætlaðar til þessa mál­efn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert