Grindvíkingar hamingjusamastir Íslendinga

Grindvíkingar eru hamingjusamastir Íslendinga ef marka má niðurstöðu könnunar Gallup …
Grindvíkingar eru hamingjusamastir Íslendinga ef marka má niðurstöðu könnunar Gallup sem unnin var fyrir embætti landlæknis. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Grinda­vík er ham­ingju­sam­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins sam­kvæmt nýrri könn­un embætt­is land­lækn­is á ham­ingju Íslend­inga. Dóra Guðrún Guðmunds­dótt­ir, sviðsstjóri áhrifaþátta heil­brigðis hjá embætti land­lækn­is, kynnti niður­stöðurn­ar í dag, á alþjóðlega ham­ingju­deg­in­um, á málþingi í Há­skóla Íslands þar sem fjallað var um ham­ingju, heilsu og vellíðan.

Dóra Guðrún, sem er jafn­framt kennslu­stjóri diplóma­náms í já­kvæðri sál­fræði við End­ur­mennt­un HÍ, hef­ur unnið að ham­ingju­rann­sókn­um og leit að mæli­kvörðum til að meta framþróun í sam­fé­lög­um um ára­bil. Vellíðan Íslend­inga hef­ur verið mæld með sam­ræmd­um hætti frá 2007 og greint frá í skýrsl­um sem gefn­ar hafa verið út af Evr­ópu­skrif­stofu Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar.

Í er­indi sínu fjallaði Dóra Guðrún um ástæður þess að verið sé að mæla ham­ingju og hvernig hægt sé að stuðla að auk­inni ham­ingju og vellíðan í sam­fé­lag­inu.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti landlæknis, hefur …
Dóra Guðrún Guðmunds­dótt­ir, sviðsstjóri áhrifaþátta heil­brigðis hjá embætti land­lækn­is, hef­ur unnið að ham­ingju­rann­sókn­um og leit að mæli­kvörðum til að meta framþróun í sam­fé­lög­um um ára­bil. Skjá­skot/​HÍ

Mesta óham­ingj­an í júlí

Könn­un­in sem Dóra Guðrún kynnti er unn­in af Gallup fyr­ir land­læknisembættið og í ár voru í fyrsta skipti kynnt­ar mæl­ing­ar á ham­ingju eft­ir mánuðum árs­ins.

Dóra Guðrún sagði að fyr­ir fram hefðu flest­ir ef til vill bú­ist við því að mesta óham­ingj­an mæl­ist í svart­asta skamm­deg­inu. Svo virðist hins veg­ar ekki vera því ham­ingj­an mæl­ist nokkuð stöðug meðal Íslend­inga allt árið, það er í kring­um 7,5 á skal­an­um 1-10. Hæsta hlut­fall þeirra sem sögðust vera óham­ingju­sam­ir mæld­ist yfir há­sum­arið, í júlí, eða um 8%.

Mælingar á hamingju eftir mánuðum ársins voru kynntar í fyrsta …
Mæl­ing­ar á ham­ingju eft­ir mánuðum árs­ins voru kynnt­ar í fyrsta skipti í dag, á alþjóðleg­um degi ham­ingj­unn­ar.

Grind­vík­ing­ar ham­ingju­sam­ast­ir en Eyja­menn óham­ingju­sam­ast­ir

Þegar ham­ingja er skoðuð eft­ir sveit­ar­fé­lög­um trón­ir Grinda­vík á toppn­um. Í könn­un­inni eru íbú­ar spurðir hvernig þeim líður á skal­an­um 1-10 þar sem 1-3 merk­ir óham­ingju­sam­ur, 4-7 hvorki né og 8-10 ham­ingju­sam­ur. Grinda­vík er í efsta sæti með 8. Þar á eft­ir koma Akra­nes, Hvera­gerði og Fjarðabyggð með 7,9.

Ef svör­in eru skoðuð eft­ir því hvort íbú­ar telja sig ham­ingju­sama, óham­ingju­sama eða hvorki né sést að 73,2% svar­enda í Grinda­vík eru ham­ingju­söm en aðeins 3,3% óham­ingju­söm. Hæsta hlut­fall óham­ingju­samra er í Vest­manna­eyj­um, eða 9,6% svar­enda í bæn­um.

73,2% svarenda í Grindavík eru hamingjusöm en aðeins 3,3% óhamingjusöm.
73,2% svar­enda í Grinda­vík eru ham­ingju­söm en aðeins 3,3% óham­ingju­söm.

Ham­ingj­an er tölu­vert minni hjá höfuðborg­ar­bú­um en 55,9% íbúa í Reykja­vík telja sig vera ham­ingju­söm en 5,1% óham­ingju­samt. Ef niður­stöðurn­ar eru skoðaðar yfir allt landið má sjá að flest­ir svar­enda telja sig ham­ingju­sama, eða 58 pró­sent, en 38 pró­sent segj­ast vera óham­ingju­söm.

58 prósent landsmanna telja sig vera hamingjusöm en 38 prósent …
58 pró­sent lands­manna telja sig vera ham­ingju­söm en 38 pró­sent segj­ast vera óham­ingju­söm.

Íslend­ing­ar eru samt sem áður ein af ham­ingju­söm­ustu þjóðum heims, sam­kvæmt nýrri skýrslu sem birt var í dag, en sam­kvæmt henni eru Íslend­ing­ar fjórða ham­ingju­sam­asta þjóð í heimi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert