Oddabrú yfir Þverá í sjónmáli

Þveráin skilur Bakkabæina frá öðrum sveitum Rangárþings ytra.
Þveráin skilur Bakkabæina frá öðrum sveitum Rangárþings ytra. mbl.is/RAX

„Þetta mjakast áfram,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, um vegtengingu frá Odda á Rangárvöllum yfir á Bakkabæjaveg með brú yfir Þverá.

Vegurinn, um 2 km spotti, er að uppistöðu kominn og nú um mánaðamótin mun verktakinn koma sér fyrir til að hefja smíði á stöplum og sökklum fyrir brúna sem verður 92 metra löng, að því er fram kemur í frétt um brúargerðina í Morgunblaðinu í dag.

Ágúst vonast til þess að framkvæmdin taki ekki langan tíma. Hann reiknar með að uppsteypu ljúki í apríl og síðan verði hægt að halda beint áfram með stálbita og brúargólfið. „Þetta verður gríðarleg samgöngubót og langþráð,“ segir hann, og auki ennfremur mjög öryggi íbúanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka