Deiluaðilar sitja á rökstólum

Frá upphafi fundarins hjá ríkissáttasemjara í dag.
Frá upphafi fundarins hjá ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Eggert

Fundur hófst klukkan 10:00 í húskynnum ríkissáttasemjara í kjardeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins.

Sólarhringsverkföll ríflega tvö þúsund félaga í VR og Eflingu sem beinast að 40 hótelum og hópbifreiðafyrirtækjum skella á að óbreyttu á miðnætti í kvöld.

Fjölmennur hópur frá verkalýðsfélögunum mætti til fundarins í morgun ásamt fulltrúum SA. Settust deiluaðilar niður í aðalfundarsalinn en skömmu síðar virtist hópnum hafa verið skipt upp í minni vinnuhópa. Hugsanlegt er því að eitthvað nýtt hafi verið lagt fram.

Skömmu síðar var fjölmiðlafólki vísað af skrifstofu ríkissáttasemjara og gefnar þær upplýsingar að sennilega yrði ekkert að frétta fyrir hádegi, en upphaflega stóð til að fundurinn stæði frá 10 til 11.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert