Nefndarfundur um aðgerðir lögreglu

Frá mótmælum hælisleitenda í upphafi mánaðar.
Frá mótmælum hælisleitenda í upphafi mánaðar. mbl.is/Eggert

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundar núna kl. 8:30. Efni fundarins er „aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttinda útlendinga“ eins og segir á vef Alþingis.

Á fund nefndarinnar koma fyrst fulltrúar frá Andrými og Rauða krossinum á Íslandi og í kjölfarið fulltrúar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóra, héraðssaksóknara og sömuleiðis frá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.

Að lokum kemur einnig fyrir nefndina Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra dómsmála, auk fulltrúa frá Útlendingastofnun.

Fundurinn er opinn fjölmiðlum en honum er hins vegar ekki streymt á netinu. mbl.is er á staðnum og fylgist með.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert