Valdbeiting lögreglu aldrei „krúttleg“

Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn komu fyrir …
Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn komu fyrir hönd lögreglu á fundinn í morgun. mbl.is/​Hari

„Vald­beit­ing verður aldrei fal­leg,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirs­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, á fundi alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is í morg­un. Fund­ur­inn var hald­inn að beiðni Þór­hild­ar Sunnu Ævars­dótt­ur þing­manns Pírata, til þess að ræða aðgerðir lög­reglu gegn mót­mæl­end­um á Aust­ur­velli 11. mars síðastliðinn.

Ásgeir Þór út­skýrði fyr­ir þing­mönn­um á fund­in­um, að hann teldi lög­reglu hafa beitt meðal­hófi í aðgerðum sín­um, þar sem piparúða var beitt og tveir hand­tekn­ir. Vald­beit­ing yrði hins veg­ar aldrei „krútt­leg“.

Fram kom í máli Ásgeirs að í þeim aðstæðum sem þarna voru uppi, þar sem einn mót­mæl­andi hafði verið hand­tek­inn fyr­ir að sparka ít­rekað í lög­reglu­mann og svo ann­ar hand­tek­inn fyr­ir að reyna að koma í veg fyr­ir hand­töku hins fyrsta, hefði lög­regla haft heim­ild til þess að beita kylf­um gegn mót­mæl­end­um. Beit­ing piparúða væri hins veg­ar skil­greind sem væg­ara vald­beit­ingar­úr­ræði.

„Þannig að við telj­um að við höf­um beitt meðal­hófi,“ sagði Ásgeir Þór, í svari við spurn­ingu Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar. Ann­ar nefnd­ar­manna, Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, sagðist telja að viðbrögð lög­reglu hefðu verið um­fram til­efni og stærðargráðu mót­mæl­anna og bætti við að henni hefði blöskrað aðferðir lög­reglu.

„Mér blöskruðu aðferðir lögreglunnar,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
„Mér blöskruðu aðferðir lög­regl­unn­ar,“ sagði Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður VG. mbl.is/​​Hari

Fram kom á fund­in­um að fjór­ir mánuðir hið minnsta gætu liðið þar til nefnd sem hef­ur eft­ir­lit með störf­um lög­reglu skil­ar sinni lok­aniður­stöðu um aðgerðir lög­reglu. Nefnd­in hef­ur mánuð til þess að skoða málið og senda til lög­reglu og þá hef­ur lög­regla þrjá mánuði til þess að fara yfir málið áður en það er svo aft­ur sent til óháðu nefnd­ar­inn­ar, sem skil­ar loka­skýrslu.

Sam­kvæmt svör­um Ásgeirs á fund­in­um var piparúða beitt gegn mót­mæl­end­um í um það bil eina mín­útu, laust fyr­ir kl. 18 á mánu­dag­inn í síðustu viku, er mót­mæl­end­ur gerðu aðsúg að lög­reglu­mönn­um við störf sín. Ákvörðunin um að beita piparúðanum var tek­in af sveit­ar­stjóra lög­reglu á vett­vangi. Eft­ir að vald­beit­ing­unni var hætt var strax kallað á sjúkra­bíl til þess að hlúa að þeim mót­mæl­end­um sem höfðu orðið fyr­ir piparúðanum.

Þetta var í fyrsta sinn sem lög­regla beit­ir piparúða gegn mót­mæl­end­um hér á landi síðan árið 2009. Fram kom í máli Sig­ríðar Guðjóns­dótt­ur lög­reglu­stjóra að frá því að piparúða var síðast beitt hefðu farið fram 130 mót­mæli hér á landi sem lög­regla hefði fylgst með.

Full­trú­ar And­rým­is, sem mættu fyrst fyr­ir nefnd­ina í morg­un, sögðu að er­lendi maður­inn sem var hand­tek­inn þenn­an dag hefði hvorki talað ís­lensku né ensku og að hon­um hefði ekki verið út­vegaður túlk­ur eft­ir hand­tök­una og því ekki fengið út­skýr­ingu á því af hverju hann væri hand­tek­inn.

Spurður út í þetta sagði Ásgeir að maður­inn hefði ekki viljað gefa upp nafn við hand­tök­una og því hefði verið erfitt að kalla til túlk, þar sem ekki hefði verið hægt að ákv­arða þjóðerni manns­ins eða hvaða tungu­mál hann talaði.

Voru fjórðu mót­mæli þessa sama hóps

Ásgeir Þór fór í stuttu máli yfir mót­mæli hæl­is­leit­enda og stuðnings­manna þeirra, sem farið hafa fram und­an­farn­ar vik­ur. Mót­mælt hef­ur verið í flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar, við bú­setu­úr­ræði að Bæj­ar­hrauni í Hafnar­f­irði og einnig við skrif­stof­ur Útlend­inga­stofn­un­ar (ÚTL) að Dal­vegi í Kópa­vogi og voru mót­mæl­in á Aust­ur­velli því þau fjórðu í röðinni, hjá þess­um sama hópi.

Ásgeir Þór sagði að á mót­mæl­un­um við ÚTL hefði hluti mót­mæl­anda gert sig lík­lega til þess að kasta eggj­um í hús­næðið og að kallað hefði verið í gjall­ar­horn að mót­mæl­end­ur ættu að brjóta sér leið inn í hús­næðið. Lög­regla kom í veg fyr­ir eggjakastið og gerði egg­in upp­tæk. Að sögn Ásgeirs reynd­ist ekki ein­hug­ur hjá mót­mæl­end­um um að ráðast inn í hús­næði ÚTL, held­ur var það ein­ung­is skoðun lít­ils hluta þeirra, að það ætti að gera.

Sigríður og Ásgeir svöruðu spurningum þingmanna um aðgerðir lögreglu á …
Sig­ríður og Ásgeir svöruðu spurn­ing­um þing­manna um aðgerðir lög­reglu á Aust­ur­velli 11. mars síðastliðinn, þar sem piparúða var beitt gegn mót­mæl­end­um í fyrsta sinn frá ár­inu 2009. mbl.is/​​Hari

Mánu­dag­inn 11. mars höfðu lög­reglu borist upp­lýs­ing­ar um að mót­mæl­end­ur ætluðu að „taka yfir“ Aust­ur­völl og slá upp tjald­búðum. Fyr­ir því var ekki leyfi og um kl. 15 þenn­an dag kom til rysk­inga á milli lög­reglu og mót­mæl­enda, sem myndað höfðu um það bil 30 manna keðju um tjöld sín á Aust­ur­velli miðjum. Lög­regla rauf mann­gerðu keðjuna og fjar­lægði tjöld­in.

Eft­ir það róaðist á Aust­ur­velli, að sögn Ásgeirs, þar til á sjötta tím­an­um, er mót­mæl­end­ur fóru að bera „vöru­bretti og ein­hvern pappa“ inn á völl­inn.

Ætluðu ekki að bíða eft­ir að kveikt væri í

„Það leit út þannig að þau ætluðu að búa til bál­köst,“ sagði Ásgeir Þór við nefnd­ar­menn og bætti við að „ýms­ar skýr­ing­ar“ hefðu verið gefn­ar á því af hálfu mót­mæl­enda hver til­gang­ur þessa hefði verið, en ís­lensk­ir aðgerðasinn­ar sem komu að mót­mæl­un­um hafa hafnað því að til hafi staðið að kveikja bál­kost. Það gerðu einnig full­trú­ar And­rým­is, sem mættu á fund nefnd­ar­inn­ar í morg­un.

Lög­regla gaf fyr­ir­mæli um að fjar­lægja vöru­bretti og papp­ann af Aust­ur­velli. Við því var ekki orðið. „Við ætluðum ekki að bíða eft­ir að það yrði kveikt í þessu,“ sagði Ásgeir Þór, en er lög­regla réðst í það að fjar­lægja þessa hluti af Aust­ur­velli lagðist hluti mót­mæl­enda ofan á dótið.

Fólkið var þá „fjar­lægt“, sagði Ásgeir og í þeirri aðgerð sparkaði einn mót­mæl­enda ít­rekað í lög­regluþjón sem varð til þess að hann var hand­tek­inn og sú at­b­urðarás sem endaði með notk­un piparúða og greint er frá hér að ofan hófst.

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu styðst við mynd­bands­upp­tök­ur frá ýms­um sjón­ar­horn­um af Aust­ur­velli í rann­sókn sinni, en eins og áður seg­ir gætu fjór­ir mánuðir liðir þar til niðurstaðan óháðu nefnd­ar­inn­ar ligg­ur fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka