Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

Viðar Þorsteinsson er annar frá vinstri.
Viðar Þorsteinsson er annar frá vinstri. mbl.is/Árni Sæberg

Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum.

Mbl.is setti sig í samband við skrifstofu Eflingar vegna þessa og bar þetta undir einn af þjónustufulltrúum félagsins. Sá kannaðist ekki við þessa kröfu og vísaði þess í stað á Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar. Sagði hann félagsmenn eiga að kannast við kröfu um hógværa þátttöku.

„Þessu hefur verið miðlað, meðal annars beint til félagsmanna í gegnum trúnaðarmenn. Ég hef ekki orðið var við annað en að fólk sé almennt upplýst um þetta,“ segir hann.

Spurður af hverju verið er að setja þessa kröfu svarar hann: „Efling hefur ekki farið í verkfall áratugum saman og þetta er bara ákvörðun sem var tekin í stjórn vinnudeilusjóðs að eðlilegt sé að úthlutunin sé með hógværri kröfu um þátttöku í einhvers konar aðgerð.“

Í tilfelli bílstjóra þá voru þeir beðnir um að mæta á fund í Vinabæ og kvitta fyrir nærveru. Hótelstarfsmenn voru beðnir um að taka þátt í kröfustöðu við hótelin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert