„Ríkisstjórnin í spennitreyju“

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina knúna til þess …
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina knúna til þess að grípa til niðurskurðar sem bitnar á þeim sem síst skyldi. mbl.is/Eggert

„Við erum bara að lesa þetta núna en okk­ur sýn­ist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjár­málaráð varaði við, að út­gjald­a­regl­an veld­ur því að rík­is­stjórn­in er kom­in í spennitreyju og hún þarf að grípa til niður­skurðar­hnífs­ins,“ seg­ir Logi Már Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is um fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Þetta ger­ir það að verk­um að það eru veik­ustu hóp­arn­ir sem þurfa að blæða,“ seg­ir Logi og bæt­ir viða að hon­um þykir Það hraust­lega gert að kynna áætl­un upp á 5 þúsund millj­arða sem flest hags­muna­sam­tök og stofn­an­ir séu óánægð með.

Þá seg­ir hann að ljóst sé að fram­lög er varða hús­næðisstuðning muni lækka næstu fimm árin og sama eigi við fram­lög til menn­ing­ar- og æsku­lýðsmá­la. Bend­ir hann einnig á að vaxta­bæt­ur hafi lækkað og fram­lög til fram­halds­skóla hald­ist óbreytt, auk meiri skerðing­ar barna­bóta.

Sveiflu­jafn­andi hlut­verk

„Svo er auðvitað skörp hækk­un fram­laga til sam­göngu­mála, en það lækk­ar næstu ár á eft­ir og verða sjö millj­örðum lægri,“ út­skýr­ir formaður­inn.

„Við höf­um talið það að það væri hlut­verk rík­is­valds­ins að geta sveiflu­jafnað eft­ir hvernig hef­ur árað í hag­kerf­inu. Í upp­sveifl­unni stóð rík­is­stjórn­in í því að veikja tekju­stofna og lækka skatta, í stað þess að safna upp af­gangi til þess að nýta í niður­sveiflu eins og núna,“ seg­ir Logi og staðhæf­ir að áætl­un­in sé merki um hægri­stefnu.

Jafn­framt gagn­rýn­ir hann for­send­ur áætl­un­ar­inn­ar sem ger­ir ráð fyr­ir áfram­hald­andi hag­vexti.

Ekki sam­mála for­gangs­röðun

„Þessi kuln­un í hag­kerf­inu er al­veg aug­ljós. Það eru þarna stór­ir óvissuþætt­ir og reynt að taka til­lit til þeirra, en auðvitað blint í sjó­inn rennt,“ seg­ir Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, í sam­tali við mbl.is um fjár­mála­áætl­un­ina.

Hún seg­ir rík­is­bú­skap­inn vissu­lega hafa gengið af­skap­lega vel. „Ótrú­legt hvað okk­ur hef­ur tek­ist að rísa hratt eft­ir hrun, en það breyt­ir ekki þeirri staðreynd að við mynd­um for­gangsraða fjár­mun­um öðru­vísi.“ Inga seg­ist sann­færð um að líf­leg­ar umræður verða í þing­inu í vik­unni.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert