Réttlætir ekki skattfé í áhætturekstur

Bjarni Benediktsson ræðir við mbl.is í Stjórnarráðinu.
Bjarni Benediktsson ræðir við mbl.is í Stjórnarráðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef haft mikl­ar áhyggj­ur af þessu lengi, svo ég get ekki sagt að ég hafi aukn­ar áhyggj­ur í sjálfu sér,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, við mbl.is um óvissu­stöðuna í tengsl­um við WOW Air.

Bjarni var á fundi í Stjórn­ar­ráðinu í morg­un, en hann seg­ir stjórn­völd að sjálf­sögðu fylgj­ast grannt með gangi mála.

„Við erum ekki að funda í morg­uns­árið vegna þess, en ég vænti þess að menn séu í sam­skipt­um. Við höf­um fylgst með þess­ari stöðu í lang­an tíma og við von­umst áfram eft­ir því að far­sæl niðurstaða fá­ist fyr­ir ferðaþjón­ust­una í land­inu. Það er öll­um ljóst að mikl­ir hags­mun­ir eru und­ir,“ seg­ir Bjarni.

Aðspurður hvort stjórn­völd hafi end­ur­skoðað af­stöðu sína í mál­inu eft­ir að Icelanda­ir Group sleit viðræðum við WOW Air í gær seg­ir Bjarni svo ekki vera.

„Nei, í sjálfu sér ekki. Málið var þá í hönd­um aðil­anna og má segja að það sé enn þannig. Þarna er um að ræða fyr­ir­tæki í einka­eigu sem er að reyna að greiða úr sín­um fjár­hags­vanda og það hef­ur ekk­ert breyst.“

Er­lend­ir grein­end­ur hafa hjálpað

Í gær var greint frá því að fundað hafi verið í Stjórn­ar­ráðinu. Meðal þeirra sem sat fund­inn var Michael Ridley, sem var ráðgjafi Íslands í banka­hrun­inu. Hann hef­ur starfað sjálf­stætt sem ráðgjafi eft­ir að hann hætti störf­um hjá fjár­fest­inga­bank­an­um J.P. Morg­an. Bjarni staðfest­ir að staða WOW Air hafi verið til um­fjöll­un­ar á fund­in­um.

„Já. Við höf­um verið að greina stöðuna, meðal ann­ars skoðað hagrænu áhrif­in af því ef mik­il rösk­un yrði í ferðaþjón­ust­unni. Við höf­um líka reynt að átta okk­ur á því hver staðan í þess­um rekstri er og hvaða áform væru uppi að finna lausn. Það hef­ur hjálpað að hafa grein­end­ur með okk­ur í því,“ seg­ir Bjarni.

En komu þess­ir sér­fræðing­ar sér­stak­lega til lands­ins vegna þessa máls?

„Reynd­ar stóð þannig á að við höf­um verið að vinna með þess­um til­tekna ráðgjafa í öðrum mál­um, en hann kom með okk­ur í þetta verk­efni líka.“

Þannig að hann hef­ur ekki komið sér­stak­lega til lands­ins vegna þessa?

„Hann var á leiðinni til lands­ins upp­haf­lega, á sama tíma og þetta kom upp,“ seg­ir Bjarni.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við Stjórnarráðið í morgun.
Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra við Stjórn­ar­ráðið í morg­un. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ekki rætt um Air Berlín-leiðina

Meðal þess sem hef­ur verið rætt er að ís­lensk stjórn­völd fari sömu leið og þýska ríkið gerði þegar flug­fé­lagið Air Berl­in fór í þrot. Þýska ríkið lagði þá skipta­stjóra fé­lags­ins til fé til að halda rekstr­in­um gang­andi þar til nýr eig­andi tók við fé­lag­inu. Í því til­felli tók Luft­hansa yfir hluta rekst­urs­ins. Hafa ís­lensk stjórn­völd rætt eitt­hvað slíkt í sam­bandi við WOW Air?

„Það er ekki komið að því að tala um neitt slíkt. En stjórn­völd eru vel upp­lýst og vita hvað get­ur gerst. Við höf­um ekki rætt um að stíga inn í þenn­an vanda,“ sagði Bjarni. Hann hef­ur þrátt fyr­ir það mikl­ar áhyggj­ur af stöðu mála.

„Maður hef­ur haft áhyggj­ur af því að það tæki lang­an tíma að greiða úr fjár­hags­vand­an­um. Við erum að horfa á flugrekst­ur frá Íslandi, sem er í blóðugri alþjóðlegri sam­keppni, meðal ann­ars við mjög stór alþjóðleg fyr­ir­tæki sem eru sömu­leiðis í vanda. Svo markaðsaðstæður eru all­ar mjög erfiðar, að því er virðist, og sam­keppn­in gríðarleg,“ seg­ir Bjarni.

 En munu stjórn­völd standa óhögguð og ekki blanda sér í mál­efni fé­lags­ins?

„Ég hef áður sagt að við sjá­um ekki neina rétt­læt­ingu í því að setja skatt­fé inn í þenn­an áhætt­u­r­ekst­ur. Það er sú lína sem við höf­um haft og það er enn í gildi,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert