Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði hvort ekki væri ástæða …
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði hvort ekki væri ástæða til þess að vísa orkupakkanum til þjóðarinnar. Haraldur Jónasson/Hari

„Er ekki ástæða til þess að beina þess­um þriðja orkupakka til þjóðar­inn­ar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, Iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á Alþingi í dag und­ir óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um.

Sagði Inga sér­stak­lega ástæðu til þess að skoða þann mögu­leika í ljósi þess að þjóðin hafi ekki verið spurð þegar samþykkt var aðild­in að EES. Jafn­framt að það hugnaðist henni ekki að það yrði geðþótta­mál hvers meiri­hluta sem væri við völd á hverj­um tíma hvort lagður yrði raf­orku­streng­ur til Evr­ópu.

„Það er ekki í mín­um huga hægt að bera sam­an það hvort á sín­um tíma hafi átt að bera EES-samn­ing­in und­ir þjóðina eða þenn­an þriðja orkupakka, sem er tækni­legt fram­hald af fyrsta og öðrum og fel­ur ekki í sér nein­ar grund­vall­ar­breyt­ing­ar á því fyr­ir­komu­lagi sem við höf­um í dag,“ svaraði Þór­dís Kol­brún.

Þá sagði hún einnig að hún hafi ásamt ut­an­rík­is­ráðherra unnið að mál­inu með það að mark­miði að koma til móts við gagn­rýni sem málið hef­ur hlotið.

Alþingi varnagli

Kom fram í máli Þór­dís­ar Kol­brún­ar að í henn­ar frum­varpi um inn­leiðingu orkupakk­ans væri ákvæði sem fel­ur í sér að ekki yrði lagður sæ­streng­ur nema með samþykki Alþing­is. „Það er auðvitað þannig að á fjög­urra ára fresti kjós­um við til þings, stund­um oft­ar, og meiri­hluti á hverj­um tíma get­ur tekið ýms­ar ákv­arðanir. Meðal ann­ars um lagn­ingu sæ­strengs.“

„Ég hef eng­in völd til þess að banna kjörn­um full­trú­um til framtíðar að taka slík­ar ákv­arðanir,“ sagði hún og bætti við að Alþingi sé falið vald af al­menn­ingi í gegn­um kosn­ing­ar. „Okk­ur er falið að fram­fylgja vilja þeirra í þessu og þess vegna sé ég ekki ástæðu til­efni til þess að fara með þetta mál í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunar- og dómsmálaráðherra.
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar-, ný­sköp­un­ar- og dóms­málaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Skildu ekki hvor aðra

Inga sagðist ekki skilja svar ráðherr­ans. „Þó er eitt al­veg víst, að það er ekki þjóðar­inn­ar að segja síðasta orðið um þetta.“ Bætti hún við að málið muni varða þjóðina um alla ei­lífð og spurði hvort það væri mat ráðherr­ans að það væri valda­framsal falið í framsali dómsvalds til orku­stofn­un­ar Evr­ópu með aðild að innri orku­markaði Evr­ópu.

Þór­dís sagðist ekki skilja spurn­ingu þing­manns­ins. „Nei. Við erum ekki að fram­selja neitt dómsvald.“ Jafn­framt væri valda­framsal sem felst í samþykkt máls­ins inn­an þeirra marka sem leyfi­leg eru og vísaði hún til álits þeirra sér­fræðinga sem komið hafa að mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka