Öryggi farþega háð fiskiflotanum

Ekki er hægt að fullyrða um að hægt sé að …
Ekki er hægt að fullyrða um að hægt sé að tryggja öryggi allra þeirra farþega sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það er bara ekki raun­veru­leg­ur val­kost­ur að segja að við mun­um ráða við svona stórt verk­efni. Menn munu þurfa að miða sín viðbrögð við þá getu sem er til staðar,“ svar­ar Jón Gunn­ars­son, formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is, þegar blaðamaður mbl.is spyr hvort hægt sé að tryggja ör­yggi farþega skemmti­ferðaskipa ef sam­bæri­legt til­vik og í til­felli Vik­ing Sky myndi ger­ast við Íslands­strend­ur.

„Veistu ég held að það geti eng­inn, ekki einu sinni Norðmenn gátu það í þessu til­felli,“ bæt­ir Jón við og bend­ir á að um borð í Vik­ing Sky hafi verið um 1.300 farþegar og gekk erfiðlega að koma farþegum frá borði þrátt fyr­ir að áhafn­ir fimm þyrlna hafi unnið hörðum hönd­um.

„Það er auðvitað ljóst að menn í okk­ar viðbragðsgeira hafa verið að horfa á þetta á und­an­förn­um árum og haldið æf­ing­ar sem að þessu snúa, en […] þrátt fyr­ir að Norðmenn séu mun öfl­ugri en við þá eiga þeir erfitt með að fást við svona,“ út­skýr­ir hann.

Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Jón Gunn­ars­son, formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Dropi í hafið

„Það er bara staðan að við eig­um bara eitt al­menni­legt varðskip sem get­ur brugðist við og það er verið að skoða hvort við get­um náð að láta byggja annað varðskip, hvort sem það verði jafn stórt [og Þór] eða ekki. Svo þurfa menn bara að horfa til öfl­ugs fiski­skipa­flota, tog­ara og annarra sem yrðu að bregðast við ef þyrfti að tæma svona skip,“ seg­ir Jón.

Auk fiski­skipa bend­ir hann á mik­il­vægi sjó­björg­un­ar­sveita Lands­bjarg­ar sem hann seg­ir vera að end­ur­nýja björg­un­ar­skip­in sín. „En það er bara dropi í hafið í stóra sam­heng­inu.“

Þá seg­ir Jón erfiðasta viðfangs­efnið í sam­bandi við skemmti­ferðaskip ef eld­ur kvikni um borð og til þess kæmi að koma þyrfti öll­um farþegum og áhöfn frá borði í flýti.

Ljóst að end­ur­nýja þarf varðskip

Bú­ist er við að 122 þúsund farþegar komi til Íslands með skemmti­ferðaskip­um á þessu ári. Stærstu skip­in sem koma hingað til lands eru með um 2.500 til 3.000 farþega að sögn Jóns sem tek­ur sér­stak­lega fram að um er að ræða mun fleiri ein­stak­linga en voru um borð Vik­ing Sky.

„Við þurf­um auðvitað að horfa til þess sem við get­um gert, en þó að við vær­um með tvö eða þrjú stór varðskip og sjö eða átta þyrl­ur myndi það ekki duga til. Þannig að það er spurn­ing hvað við ráðum við að gera sem svona fá­menn þjóð,“ svar­ar nefnd­ar­formaður­inn spurður hvort auk­in um­ferð þess­ara skipa við Ísland kalli á frek­ari fjár­fest­ingu í björg­un­ar­innviðum.

Hann tel­ur ljóst að það þurfi að skoða með hvaða hætti það verði hægt að end­ur­nýja varðskip­in Tý og Ægi.

Auka sam­starf

Í ljósi tak­markaðrar viðbragðsgetu Íslend­inga vegna smæðar er grund­vall­ar­atriði að leita leiða til þess að efla leit­ar- og björg­un­ar­sam­starf við aðrar þjóðir, að mati Jóns.

Þá seg­ir hann koma til greina að skoða hvort hægt sé að stofna til alþjóðlegr­ar björg­un­ar­miðstöðvar á Íslandi vegna auk­inn­ar skipaum­ferðar. Vís­ar hann meðal ann­ars til þess að fleiri skip sigla nú með farþega meðfram Græn­landi þar sem björg­un­ar­innviðir eru mun veik­ari en hér á landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert