Mikil seinkun til Kaupmannahafnar

WOW air

Vél WOW air sem átti að fara til Kaupmannahafnar klukkan 6:30 fer ekki fyrr en 14:30 í dag sem þýðir að vél WOW sem átti að koma frá Kaupmannahöfn klukkan 14:10 í dag kemur ekki til landsins fyrr en klukkan 22 í kvöld. Eitthvað er um seinkanir á áætlunarflugi félagsins frá Keflavíkurflugvelli þennan morguninn. Til að mynda fer vél WOW til Frankfurt í loftið klukkan 7:20 í stað 6 en annað flug er nánast á áætlun. 

Greint er frá því í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, í dag að meðal annars séu viðræður í gangi við Indigo um að koma aftur að samningaborðinu. Formlegar viðræður eru hafnar við fjárfesta um að leggja WOW air til nýtt hlutafé. Þær viðræður beinast meðal annars að Indigo Partners, samkvæmt heimildum Markaðarins, en fyrir tæpri viku var greint frá því að bandaríska félagið væri hætt við að fjárfesta í WOW air fyrir allt að 90 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 10,5 milljarða króna, samkvæmt frétt í Markaðnum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert