Fall WOW air hríslast um hagkerfið

Halldór Benjamín Þorbergsson.
Halldór Benjamín Þorbergsson. mbl.is/Hari

„Fall WOW er mikið efnahagslegt áfall,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við mbl.is eftir fund sex verkalýðsfélaga og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í kjara­deil­unni hjá rík­is­sátta­semj­ara.

Halldór segir að um vinnufund hafi verið að ræða og að vinnan haldi áfram í fyrramálið. Hann býst við því að samningsaðilar fundi alla helgina.

Samn­ings­menn eru bundn­ir af frétta­banni rík­is­sátta­semj­ara þannig að ekk­ert fæst upp­gefið um efni þeirra hug­mynda sem unnið er með.

Spurður hvort eitt­hvert bak­slag hafi komið í samn­inga­gerð í kjöl­far frétta af WOW air í morg­un segir Halldór ekki svo vera en segir afleiðingar falls WOW þegar farnar að sjást:

„Atvinnuleysi mun aukast og við sjáum að afleiðingarnar munu hríslast víða í hagkerfinu eins og við sjáum á mjög sorglegum uppsögnum,“ segir Halldór en Kynnisferðir sögðu til að mynda upp 59 starfsmönnum í dag.

„Verkefnið fer ekki frá okkur. Við þurfum að ljúka gerð kjarasamnings en auðvitað hljóta allir aðilar við samningsborðið að taka þær fréttir sem dynja á okkur núna með reglulegu millibili alvarlega.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert