Þetta eru hræðilegar fréttir, segir Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir missa vinnuna hjá WOW en ljóst að það er gríðarlegur fjöldi.
Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi virkjað viðbragðsteymi vegna WOW en líkt og fram hefur komið þá hefur flugfélagið hætt starfsemi. Ekki liggur fyrir nákvæmlega á þessari stundu hversu margir munu missa vinnuna en heyrst hafa tölur allt frá 1.100 til 3.000 manns. Mjög mismunandi samningar eru við starfsfólk WOW air, sumir á verktakasamningum, aðrir eru með tímabundna ráðningu og svo mætti lengi telja, segir Unnur.