WOW hætt starfsemi

WOW air hef­ur hætt starf­semi. Öll flug fé­lags­ins falla því niður að því er seg­ir á vef WOW air. Farþegum er bent á að kanna mögu­leika á flugi hjá öðrum flug­fé­lög­um en farþegum er bent á Sam­göngu­stofu. Öllu flugi WOW air var af­lýst í nótt en líkt og fram hef­ur komið nam tap af rekstri WOW air á síðasta ári 22 millj­örðum króna.

Á mánu­dag var ljóst að WOW air gæti ekki staðið í skil­um með 150 millj­óna króna vaxta­greiðslu af 50 millj­óna evra skulda­bréfa­út­gáfu sem fé­lagið réðst í á haust­dög­um í fyrra. Eig­end­ur skulda­bréf­anna komust í kjöl­farið að sam­komu­lagi um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­komu­lagið fólst í því að breyta nú­ver­andi skuld­um kröfu­haf­anna í hluta­fé í von um að fjár­magna fé­lagið þar til það nær stöðug­leika til lengri tíma litið. Um er að ræða 49% hluta­fjár í fé­lag­inu. 

Reynt var að bjóða hin 51% til sölu og var rætt um 40 millj­ón­ir dala, eða um 5 millj­arða króna, fyr­ir hlut­inn. Meðal ann­ars kom fram að rætt væri við Indigo Partners um mögu­lega aðkomu í formi hluta­fjár en nú er orðið ljóst að ekki hef­ur orðið af því. 

WOW air var stofnað í nóv­em­ber 2011 og fór í jóm­frú­arflug sitt til Par­ís­ar 31. maí 2012. Í októ­ber sama ár tók WOW air yfir rekst­ur Ice­land Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstr­ar­leyfi frá Sam­göngu­stofu. 

Á vef WOW air seg­ir:

At­hugið að sum flug­fé­lög kunna við þess­ar aðstæður að bjóða farþegum aðstoð í formi björg­un­ar­far­gjalda. Upp­lýs­ing­ar um þau fé­lög verða birt­ar um leið og þær liggja fyr­ir.

Hver eru rétt­indi mín? Farþegum sem keyptu flug­miða með kred­it­korti er bent á að hafa sam­band við út­gef­anda korts­ins til að kanna mögu­leika á að fá flug­miðann end­ur­greidd­an. Farþegar sem keyptu ferðina af evr­ópsk­um ferðaskipu­leggj­anda sem seldi flug­miðann sem hluta af svo­kallaðri al­ferð (þ.e. sam­settri ferð þar sem flug er selt ásamt gist­ingu eða öðrum þjón­ustuþátt­um) eiga rétt á heim­flutn­ingi á grund­velli sam­evr­ópskra reglna um al­ferðir. Farþegum er bent á að hafa sam­band við þann ferðaskipu­leggj­anda sem þeir keyptu ferð sína af.

Farþegar kunna jafn­framt að eiga kröfu á hend­ur WOW AIR, m.a. á grund­velli reglu­gerðar um rétt­indi flug­f­arþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slík­um kröf­um í þrota­bú flugrek­and­ans.

Hvar fæ ég nýj­ustu upp­lýs­ing­ar?

Til­kynn­ing­in verður birt og upp­færð með nýj­ustu upp­lýs­ing­um hverju sinni á eft­ir­töld­um stöðum: Vef Sam­göngu­stofu: www.sam­gongu­stofa.is / www.icetra.is -

Vef Kefla­vík­ur­flug­vall­ar: htt­ps://​www.isa­via.is/ 

Vef WOW AIR: www.wowair.com 


 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert