Seldu miða allt til hins síðasta

00:00
00:00

Fjallað er um gjaldþrot WOW air í fjöl­miðlum víða um heim og meðal ann­ars bent á að flug­fé­lagið hafi selt ódýra flug­miða allt til hins síðasta. Þrátt fyr­ir að eiga rétt á bót­um er óvíst hvenær og eins hversu mikl­ar þær verða.

Sama dag og WOW air fór í þrot var hægt að kaupa flug­farmiða með fé­lag­inu til Íslands frá Baltimore, Detroit, New York og Bost­on á minna en 200 Banda­ríkja­dali, 24 þúsund krón­ur. 

Í Washingt­on Post kem­ur fram að WOW air hafi hvatt farþega til þess, eft­ir að ljóst var að flug­fé­lagið var á leið í þrot, að leita til annarra flug­fé­laga um kaup á farmiðum til þess að kom­ast á áfangastað. 

Í til­kynn­ingu WOW til farþega kom fram að önn­ur flug­fé­lög myndu jafn­vel bjóða upp á björg­un­ar­farmiða í ljósi aðstæðna. Ekki hafi verið veitt­ar upp­lýs­ing­ar um aðra flug­mögu­leika. Aðeins að upp­lýs­ing­ar um hvaða flug­fé­lög væri að ræða yrðu birt­ar þegar þær yrðu ljós­ar.

Meðal ann­ars hafi írska flug­fé­lagið Aer Ling­us og Icelanda­ir boðið WOW-farþegum upp á slík far­gjöld næstu tvær vik­urn­ar. Þeir sem eigi bókaðar ferðir eft­ir 11. apríl eigi mögu­leika á sann­gjörnu verði fyr­ir flug­miða hjá Aer Ling­us, seg­ir í til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu.

Sam­fé­lags­miðlar urðu fljótt helsta leið ósáttra ferðalanga til þess að lýsa vanþókn­un á þeim aðstæðum sem þeir voru í. Þjón­ustu­borð WOW air hafi held­ur bet­ur fengið að heyra það í skila­boðum á Twitter þar sem myllu­merkið WOW air fór víða. 

Þeir farþegar sem bókuðu flug með WOW air í gegn­um smá­for­ritið Hooper munu fá end­ur­greitt seg­ir fram­kvæmda­stjóri Hooper, Frederic Lalonde. Jafn­framt mun fyr­ir­tækið greiða kostnað farþega sem eru strandaglóp­ar við end­ur­bók­un. Talið er að um eitt þúsund viðskipta­vin­ir Hooper hafi átt bókað flug með WOW air. Hooper er að hafa sam­band við þá alla, bæði í gegn­um skila­boð og smá­for­ritið.

Fyr­ir­tæk­inu blæddi út

Mar­vin Ryder, pró­fess­or við viðskipta­fræðideild kanadíska há­skól­ans McMa­ster, seg­ir að fall WOW air sýni hversu viðkvæm­ur rekst­ur lággjalda­flug­fé­laga er. Þar sem hagnaður­inn er lít­ill miðað við sölu­tekj­ur. Hann seg­ir að brest­ir hafi komið í rekst­ur WOW strax í fyrra þar sem hlut­fall seldra sæta í flug­vél­um fé­lags­ins hafi ekki hækkað. Eins hafi tekj­urn­ar ekki auk­ist á sama tíma og kostnaður­inn  jókst. Eig­end­ur WOW air hafi látið fyr­ir­tækið blæða út með því að halda áfram áætl­un­ar­flugi á óarðbær­um flug­leiðum. 

Þessu til sam­an­b­urðar nefn­ir Ryder kanadíska flug­fé­lagið Flair Air­lines, sem er eina sjálf­stætt rekna lággjalda­flug­fé­lag lands­ins. Flug­fé­lagið hóf rekst­ur árið 2017 og það virðist standa mun bet­ur að vígi en WOW air. Ekki síst vegna þess að það aðlag­ar stöðugt rekst­ur­inn að markaðnum. Flair sé ein­fald­lega bet­ur rekið en WOW air var. 

Washingt­on Post

New York Times

Guar­di­an

Toronto Star

BBC

CNN

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert