Hafnar þriðja orkupakkanum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ávarpar flokksráðsfundinn í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ávarpar flokksráðsfundinn í dag. Ljósmynd/Miðflokkurinn

Miðflokk­ur­inn mun leggj­ast gegn samþykkt þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins. „Flokk­ur­inn samþykk­ir hvorki af­sal á full­veldi Íslend­inga yfir orku­auðlind­inni né fyr­ir­sjá­an­lega hækk­un á raf­orku­verði hér á landi,“ seg­ir í stjórn­mála­álykt­un vetr­ar­fund­ar flokks­ráðs flokks­ins sem fram fór að Garðaholti í Garðabæ í dag.

Fram kem­ur í álykt­un þess­ari að Miðflokk­ur­inn vilji „treysta for­ræði þjóðar­inn­ar yfir auðlind­um sín­um“ og því muni hann beita sér gegn samþykkt orkupakk­ans í þing­inu. Í síðustu viku var samþykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi að leggja til­lögu að samþykkt orkupakk­ans fram, þó með fyr­ir­vara um breyt­ing­ar á regl­um um flutn­ing raf­orku yfir landa­mæri.

Stjórn­völd eigi að greiða fyr­ir kjara­samn­ing­um með lægri skött­um

Miðflokk­ur­inn seg­ir brýnt að stjórn­völd „greiði eft­ir föng­um fyr­ir kjara­samn­ing­um.“ Af álykt­un­inni að lesa vill flokk­ur­inn að skatt­ar séu lækkaðir í þessu skyni. Flokk­ur­inn hafn­ar því þannig, að hér búi fyr­ir­tæki við lak­ari skatta­kjör og hærri fjár­magns­kostnað en ger­ist í ná­granna­lönd­um.

Áhersla er þá lögð á lækk­un trygg­inga­gjalds hjá launa­greiðend­um, sem er sagt standa fyr­ir­tækj­um fyr­ir þrif­um þegar kem­ur að fjölg­un starfs­fólks, hækk­un launa og fjár­fest­ing­um í þágu auk­inn­ar fram­leiðni.

Skil­yrði fyr­ir inn­flutn­ingi á mat­væl­um hert

Miðflokk­ur­inn vill hverfa frá áform­um um að leyfa inn­flutn­ing á ófrosnu kjöti og eggj­um frá EES-lönd­um. „Miðflokk­ur­inn lít­ur á mat­væla­fram­leiðslu ís­lensk land­búnaðar sem mik­il­væga framtíðar­at­vinnu­grein sem verja ber og tryggja væn­legt rekstr­ar­um­hverfi,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Þá þurfi einnig að end­ur­skoða tolla­samn­ing­ana sem þegar eru í gildi til þess að tryggja bet­ur stöðu inn­lendr­ar fram­leiðslu, „sem kepp­ir oft við niður­greidda vöru sem er fram­leidd við óviðun­andi skil­yrði.“

Ræðst gegn fjár­hag fjöl­skyldna eins og gráðugt skrímsli

Flokk­ur­inn vill af­nema verðtrygg­ing­una. Á meðan það er ekki unnt, fyr­ir því er ekki þing­meiri­hluti, seg­ir í álykt­un­inni að sótt skuli að henni með öll­um ráðum, meðal ann­ars með því að taka hús­næðisliðinn út úr vísi­tölu­út­reikn­ing­um. Þannig sé spornað gegn áhrif­um þeirra út­reikn­inga, sem eru sagðir ráðast gegn fjár­hag fjöl­skyldna „eins og gráðugt skrímsli“.

Að lok­um er talað um að þjóðin sé að eld­ast og að mik­il­vægt sé að bregðast við því, meðal ann­ars með því að bæta hag aldraðra. Það verði gert með því að tryggja að at­vinnu­tekj­ur rýri ekki líf­eyris­tekj­ur og að frí­tekju­mark aldraðra sé hækkað enn frek­ar, meira en upp í 100.000 krón­ur. Þetta eigi ekki að kosta rík­is­sjóð neitt.

Minnst er á fyr­ir­hugaða bygg­ingu höfuðstöðva Lands­bank­ans: „Miðflokk­ur­inn hafn­ar þeirri fyr­ir­ætl­an Lands­bank­ans að reisa nýj­ar höfuðstöðvar af þeirri stærð sem raun ber vitni í stað þess að draga úr yf­ir­bygg­ingu og lækka kostnað í þágu viðskipta­vina bank­ans.“

Fyr­ir neðan má hlusta á ræðu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns flokks­ins:

Frá flokksráðsfundinum.
Frá flokks­ráðsfund­in­um. Ljós­mynd/​Miðflokk­ur­inn
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka