„Sjá það sem þeir vilja sjá“

„Við stöndum við það að frásögn Báru sé rétt.“
„Við stöndum við það að frásögn Báru sé rétt.“ mbl.is/Eggert

„Allt sem við höf­um séð staðfest­ir að um­bjóðandi okk­ar fari með rétt mál,“ seg­ir Ragn­ar Aðal­steins­son, lögmaður Báru Hall­dórs­dótt­ur, innt­ur eft­ir viðbrögðum við um­mæl­um þing­manns­ins Bergþórs Ólason­ar þess efn­is að upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um Klaust­urs bar sýni að at­b­urðarás­in 20. nóv­em­ber hafi verið önn­ur en Bára hef­ur lýst.

Ragn­ar hafði sjálf­ur ekki lesið um­mæli Bergþórs þegar mbl.is náði af hon­um tali og tel­ur sig ekki þurfa þess.

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru.
Ragn­ar Aðal­steins­son, lögmaður Báru.

„Þeir eru að reyna að búa til ein­hverja sögu um að þetta hafi gerst með allt öðrum hætti en þetta gerðist, og okk­ar svar er ein­fald­lega það að hún hef­ur lýst þessu rétti­lega og öll þau gögn sem við höf­um séð staðfesta það,“ seg­ir Ragn­ar.

Lög­menn Báru hafa séð um­rædd­ar upp­tök­ur sem Bergþór vís­ar í og seg­ir Ragn­ar þing­menn­ina sem áttu hlut að máli lesa í þær það sem þeir vilji sjá. „Við stönd­um við það að frá­sögn Báru sé rétt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert