Skegg í sama lit og traktorinn

„Ég átti nú ekki von á því að enda í Morg­un­blaðinu fyr­ir það eitt að lita skeggið á mér fjólu­blátt,“ seg­ir Friðrik B. Kristjáns­son, íbúi á Skaga­strönd, en hann brá sér til höfuðborg­ar­inn­ar og fékk Hjálm­ar Gauta Jóns­son á rak­ara­stof­unni Ef­fect til að lita skeggið. Til þess að fá rétta lit­inn tók Friðrik með sér ljós­mynd af Mass­ey Fergu­son-traktor sem hann á.

„Ég er mik­ill húm­oristi og hef gam­an af að ögra. Mér er sagt að það nálg­ist guðlast og ég eigi vísa vist í hel­víti fyr­ir það að hafa traktor­inn fjólu­blá­an. Menn hafa mis­jafn­ar skoðanir á litn­um og ef það fer í taug­arn­ar á þeim þá ögra ég meira,“ seg­ir Friðrik, sem lét lita á sér skeggið vegna áskor­un­ar frá kunn­ingja. Valið stóð um bleikt eða fjólu­blátt.

„Ég er sátt­ur við út­kom­una, þetta er krútt­legt og æðis­legt. Kon­an var ekki hrif­in af hug­mynd­inni en hún fær að sjá þetta þegar ég kem heim,“ seg­ir Friðrik, sem er lífs­glaður og not­ar húm­or­inn til að létta sér lífið.

Vegna bæklun­ar er hann kom­inn á hækj­ur og hann seg­ir það halda sér gang­andi að sjá hlut­ina öðrum aug­um en aðrir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka