Geti brugðist við með lækkun vaxta

Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd.
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd. mbl.is/Ómar

Semj­ist um hóf­leg­ar launa­hækk­an­ir verður mögu­legt að lækka vexti hér á landi. Þetta seg­ir Gylfi Zoega, pró­fess­or í hag­fræði og nefnd­armaður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands, en hann var gest­ur Silf­urs­ins á RÚV í dag. Sagði hann þjóðarbúið vel í stakk búið til að tak­ast á við áfallið sem fylgdi gjaldþroti WOW air. 

„Í fyrsta sinn er hægt að bregðast við sam­drætti með vaxta­lækk­un. Vext­ir eru nú 4,5%, [...] en ef at­vinnu­leysi fer að vaxa meira, þá er í fyrsta sinn hægt að lækka vexti til að örva eft­ir­spurn, sem kem­ur öll­um vel,“ sagði Gylfi, en nefndi að lyk­ill­inn að þessu væri að þeir sem semdu nú um kaup og kjör gerðu samn­inga með „hóf­leg­um launa­hækk­un­um.“ 

„Það er staðreynd að verka­lýðshreyf­ing­in ræður þessu. Ef hún fer þá leið að semja um mikl­ar hlut­falls­leg­ar launa­hækk­an­ir þá hafa þær þær af­leiðing­ar að verðlag mun hækka og fólk fer að bú­ast við verðbólgu og þá verður ekki hægt að lækka vexti, þá þurfa þeir að fara upp og helst meira en verðbólg­an,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka