Reynt til þrautar í viðræðum í kvöld

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/​Hari

„Við erum enn þá að funda,“ seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, í sam­tali við mbl.is nú á ní­unda tím­an­um í kvöld.

Fund­ur hef­ur staðið hjá rík­is­sátta­semj­ara í all­an dag. Ragn­ar gat ekki tjáð sig neitt efn­is­lega um viðræðurn­ar en sagði að mjög erfitt væri að meta stöðuna.

„Það hlýt­ur að gefa auga leið að við vær­um löngu hætt þessu ef ekki væri verið að reyna til þraut­ar,“ seg­ir Ragn­ar. Óvíst er hversu lengi viðræður munu standa fram á kvöld, en þær munu halda áfram.

„Á meðan eitt­hvað er til að tala um þá höld­um við áfram, þangað til annað kem­ur í ljós. Ég veit ekk­ert hvað ég verð lengi hérna,“ sagði Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert