Fólk beðið um að fara varlega

Reykjavík 1. apríl 2019.
Reykjavík 1. apríl 2019. Facebook-síða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður vegfarendur um að fara varlega í umferðinni enda lítið skyggni á köflum og hálka leynist víða. 

Meðfylgjandi mynd var tekin út um glugga á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík um áttaleytið í morgun, en hún sýnir ágætlega hvernig útlitið er á höfuðborgarsvæðinu þennan daginn, segir í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar.

Snjóþekja eða hálka víðast hvar um vestan- og norðanvert landið en greiðfært víða sunnan- og austanlands. Éljagangur er á Vesturlandi og á Norðausturlandi. Mokstur stendur víðast hvar yfir, segir á Twitter-síðu Vegagerðarinnar.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka