Fundur hafinn hjá sáttasemjara

Stíf fundarhöld hafa verið í húsnæði ríkissáttasemjara um helgina og …
Stíf fundarhöld hafa verið í húsnæði ríkissáttasemjara um helgina og halda áfram í dag. mbl.is/Hari

Fund­ur verka­lýðsfé­laga og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins er haf­inn í hús­akynnum rík­is­sátta­semj­ara þar sem kjaraviðræður VR, Efl­ingar, VLFA, VLFG, LÍV og Fram­sýnar halda áfram.

Fund­ur stóð yfir fram á ell­efta tím­ann í gær­kvöldi í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara en var þá frestað fram til klukk­an hálf­tíu í dag. Kjaraviðræður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins við Efl­ingu, VR og sam­flot fjög­urra annarra verka­lýðsfé­laga hafa staðið yfir alla helg­ina. Fundað var frá há­degi í gær og héldu samn­ingsaðilar þétt að sér spil­un­um í all­an gær­dag.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, eftir að um ellefu klukkustunda samningafundi hafði verið frestað, að hann reiknaði með að staðan myndi skýrast í dag.

Auk fund­ar verka­lýðsfé­lag­anna sex sem eru í sam­floti í viðræðunum við SA funda iðnaðarmenn einnig með at­vinnu­rek­end­um síðar í dag. Sá fund­ur hefst kl. 13.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert