Spurt og svarað um þriðja orkupakkann

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í til­efni af því að Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um þriðja orkupakk­ann hef­ur at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið, í sam­starfi við ut­an­rík­is­ráðuneytið, upp­fært spurn­ing­ar og svör sem lúta að þriðja orkupakk­an­um.

Þriðji orkupakk­inn hef­ur tölu­vert verið til umræðu síðustu vik­ur og mánuði. Rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi 22. mars að leggja orkupakk­ann fyr­ir Alþingi með þeim fyr­ir­vör­um að sá hluti er snúi að flutn­ingi raf­orku yfir landa­mæri komi ekki til fram­kvæmda nema með aðkomu Alþing­is á nýj­an leik.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, lýsti yfir mik­illi and­stöðu við þriðja orkupakk­ann á flokks­ráðsfundi um helg­ina og sagði hann hættu­leg­an. Með því að samþykkja hann væri Ísland að af­sala sér full­veldi sínu.

Þór­dís Kol­brún Gylfa­dótt­ir Reyk­fjörð iðnaðarráðherra hef­ur einnig lagt fram frum­varp sem teng­ist þriðja orkupakk­an­um. Þar seg­ir að Alþingi eigi að hafa úr­slita­vald varðandi ákvörðun hvort tengja eigi raf­orku­kerfi Íslands við kerfi annarra landa. 

Al­manna­hags­mun­ir eigi að vera að leiðarljósi enda sé öll þjóðin hags­munaaðili.

Spurn­ing­ar og svör um orkupakk­ann má skoða hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert