Framsókn og Miðflokkur jafn stórir

Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miðflokkurinn bætir við sig fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups, annars helst fylgi flokkar lítt breytt. Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn eru báðir með 9% fylgi. Þetta kom fram á vef RÚV í gærkvöldi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25% fylgi líkt og í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir mánuði. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 15,9% fylgi, og fylgi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Pírata mælist jafnt, 11,6%. Fylgi Viðreisnar mælist nú 10,%, en Framsóknarflokkur og Miðflokkurinn mælast jafn stórir í þessari könnun með 9% fylgi, en Miðflokkurinn bætir við sig rúmlega tveimur prósentustigum milli mánaða.

Flokkur fólksins, sem er nú með tvo þingmenn, kæmi ekki manni að ef þetta yrði niðurstaða kosninga, flokkurinn mælist með 3,7% fylgi. Fylgið við Sósíalistaflokkinn mælist þrjú og hálft prósent. Einnig var spurt um fylgi við ríkisstjórnina og mælist það nærri 48%, sem er svipað og mældist fyrir mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert