Spá lækkun fasteignaverðs

Grafarholt í Reykjavík.
Grafarholt í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Greiningardeild Arion banka spáir því í nýrri efnahagsspá, 2019-2021, að raunverð fasteigna muni lækka. Það muni þannig lækka um 1,3% í ár, 4,5% árið 2020 og um 2% 2021.

Nýja hagspáin var birt í gær en hún tekur tillit til efnahagslegra áhrifa af brotthvarfi WOW air. Halldór Kári Sigurðarson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir samansafn margra þátta skýra spá um verðlækkun.

„Fyrir það fyrsta má nefna aukið framboð og horfur á hægari fólksfjölgun. Atvinnuleysi hefur verið að stíga og því ekki forsendur fyrir jafn miklum fólksflutningum til landsins og undanfarin tvö ár,“ segir Halldór.

Telur greiningardeildin að íbúum á hverja íbúð muni fækka og með því ganga á íbúðaskortinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert