Með, á móti og sat hjá

Frá fundi í borgarráði Reykjavíkur.
Frá fundi í borgarráði Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði Reykjavíkur tóku hver með sínum hætti á afgreiðslu ráðsins í gær á umsögn borgarlögmanns um þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi þar sem kallað er eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Þingsályktunartillagan er gagnrýnd í umsögninni einkum á þeim forsendum að samþykkt tillögunnar fæli í sér að farið væri gegn stjórnarskárvörðum sjálfsstjórnarrétti Reykjavíkurborgar.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn umsögninni, Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi flokksins, samþykkti hana ásamt meirihlutanum en Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn sat hjá.

Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og standa sex aðrir þingmenn flokksins að henni auk þingmanna úr Framsóknarflokknum, Miðflokknum, Flokki fólksins og Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert