Skattfé ekki spjálfsprottin auðlind

Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

„Ég get nú ekki tekið und­ir orð borg­ar­stjóra að bragg­inn sé eitt­hvert eins­dæmi. Þarna kem­ur til dæm­is fram að það hafi einnig verið veru­lega framúr­keyrsla varðandi Hlemm mat­höll,“ seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is innt eft­ir viðbrögðum við skýrslu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um verk­leg­ar fram­kvæmd­ir og inn­kaupa­mál borg­ar­inn­ar sem kynnt var í borg­ar­ráði í gær.

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að hann teldi skýrsl­una sýna að bragg­inn í Naut­hóls­vík hafi verið frá­vik. Sam­kvæmt skýrsl­unni var framúr­keyrsla vegna þriggja annarra fram­kvæmda sem skoðaðar voru, Sund­hall­ar Reykja­vík­ur, viðbygg­ing­ar við Vest­ur­bæj­ar­skóla og fram­kvæmda við Grens­ás­veg, inn­an óvissu­viðmiða. Hild­ur seg­ir að í orðum borg­ar­stjóra birt­ist hugs­an­lega hug­mynda­fræðileg­ur ágrein­ing­ur um það hvert hlut­verk sveit­ar­fé­laga eigi að vera.

„Þarna er um að ræða verk­efni þar sem sveit­ar­fé­lag er að nota skatt­fé sem á að fara í grunnþjón­ustu til þess að byggja veit­inga­hús­næði sem það leig­ir síðan áfram langt und­ir markaðsvirði og fer síðan í ofanálag langt út fyr­ir fjár­heim­ild­ir. Mér þykir alltaf mjög vont þegar borg­ar­stjóri kem­ur fram í mál­um af þess­um toga og ræðir um þau af léttúð,“ seg­ir Hild­ur. Þess utan séu mun fleiri verk­efni sem þyrfti einnig að skoða.

Fjár­mun­ir úr vös­um vinn­andi fólks

„Það eru mun fleiri verk­efni sem við höf­um heyrt af og mynd­um óska þess að innri end­ur­skoðun myndi taka líka til skoðunar. Það er voðal­ega vont þegar þetta er orðið eins kon­ar þema og maður upp­lif­ir það að ekki sé bor­in virðing fyr­ir fé skatt­greiðenda og að meiri­hlut­inn líti á skatt­fé sé ein­hverja sjálfsprottna auðlind en ekki fjár­muni sem komn­ir eru úr vös­um vinn­andi fólks. Þetta er hluti af laun­um fólks.“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri. mbl.is/​Eggert

Fólk greiði út­svar og ætl­ist til þess að það sé nýtt til grunnþjón­ustu við það en ekki að því sé varið til dæm­is í að byggja veit­inga­hús­næði sem síðan sé leigt út til einkaaðila langt und­ir markaðsvirði. Hild­ur legg­ur áherslu á það að hún sé öt­ull stuðnings­maður einkafram­taks­ins en þetta sé ein­fald­lega ekki hlut­verk Reykja­vík­ur­borg­ar. Það sé ekki rétt að borg­ar­bú­ar séu látn­ir bera ábyrgð á slík­um verk­efn­um.

Versta sé að ekki hafi verið farið eft­ir ábend­ing­um um úr­bæt­ur nema að tak­mörkuðu leyti. Til að mynda sem komið hefðu fram í út­tekt innri end­ur­skoðunar á skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar árið 2015. Fram hefði komið í skýrsl­unni um bragga­málið að ef brugðist hefði verið við þeim ábend­ing­um að fullu hefði málið aldrei raun­gerst og sama eigi við um Hlemm mat­höll og önn­ur verk­efni sem farið hefðu út fyr­ir heim­ild­ir.

Miklu nær væri að setja þá fjár­muni sem þarna hefði verið farið með á óá­byrg­an hátt í grunnþjón­ust­una. Ekki síst skól­ana þar sem skorti víða á að viðhaldi hafi verið sinnt. „Með öðrum orðum al­ger­ir grunnþætt­ir sem eiga að vera í lagi. En á meðan er fókus­inn á eitt­hvað allt annað sem á ekk­ert að vera á könnu sveit­ar­fé­lags­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert