Tveir þingmenn – þrír aðstoðarmenn

Inga Sæland.
Inga Sæland. mbl.is/​Hari

Þingflokkur Flokks fólksins hefur ráðið sér lögfræðimenntaðan aðstoðarmann. Fyrir hafði þingflokkurinn einn aðstoðarmann.

Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokksins, sagði að auk þess hefði Inga Sæland, formaður flokksins, aðstoðarmann líkt og aðrir flokksformenn auk þess sem hún er lögblind. Guðmundur Ingi sagði mikinn styrk að því að fá lögfræðimenntaðan aðstoðarmann til starfa.

Ákveðið var á liðnu hausti að fjölga aðstoðarmönnum þingmanna og er þessi viðbót tilkomin í framhaldi af því. Í þingflokknum eru þau Inga Sæland og Guðmundur Ingi. Sem kunnugt er voru þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem kjörnir voru á þing fyrir Flokk fólksins, reknir í framhaldi af Klaustursmálinu. Síðar gengu þeir í Miðflokkinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert