Ungt fólk einfaldlega að gefast upp

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR,.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR,. mbl.is/Hari

Þær fjór­tán til­lög­ur sem voru kynnt­ar í dag til að auðvelda ungu fólki og tekju­lág­um að eign­ast hús­næði eru löngu tíma­bær­ar að mati Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR.

Hann seg­ir þær nauðsyn­leg­ar til að taka á mál­efn­um jaðar­settra hópa sem hafa ekki láns­traust hjá fjár­mála­stofn­un­um og ungs fólks sem kemst ekki inn á fast­eigna­markaðinn af því að það get­ur ekki safnað fyr­ir út­borg­un, bæði út af háum hús­næðis­kostnaði í tengsl­um við leigu­verð og háum fjár­magns­kostnaði.

„Kjara­samn­ing­arn­ir voru hugsaðir til þess að mynda hvata til vaxta­lækk­un­ar sem hjálp­ar vissu­lega til. Til­lög­ur frá fyrstu kaupa-hópn­um styðja mjög vel við það að banna óhag­stæðustu lán­in sem eru 40 ára jafn­greiðslu­lán­in sem hafa lægstu greiðslu­byrðina þannig að þarna er að koma ágæt­is mót­vægisaðgerð frá stjórn­völd­um í það sem við erum að gera,“ seg­ir Ragn­ar Þór við mbl.is og nefn­ir einnig fé­lagið Blæ sem mun vinna að upp­bygg­ingu á hag­kvæmu hús­næði.

Líf­eyr­isþegar í al­var­leg­um fram­færslu­vanda

Hann seg­ir nú­ver­andi kerfi galið þar sem alltaf séu fundn­ar leiðir til að niður­greiða vexti með alls kyns plástr­um sem á end­an­um komi fólki í stór­kost­leg vand­ræði. „Við sjá­um að þeir líf­eyr­isþegar sem eru í mjög al­var­leg­um fram­færslu­vanda og lifa jafn­vel við mjög al­var­lega fá­tækt eru þeir líf­eyr­isþegar sem hafa ekki náð að eign­ast hús­næði yfir starfsæv­ina. Aft­ur á móti þeir sem hafa eign­ast hús­næði eru bara í allt, allt ann­arri stöðu,“ nefn­ir hann.

Ragnar Þór Ingólfsosn, annar frá vinstri, á fundinum í húsnæði …
Ragn­ar Þór Ing­ólfsosn, ann­ar frá vinstri, á fund­in­um í hús­næði Íbúðalána­sjóðs. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Álag vegna óvissu um hús­næði

Ragn­ar Þór bend­ir líka á að brott­fall af vinnu­markaði teng­ist líka álagi yfir því að hafa ekki hús­næðis­ör­yggi og geta ekki fram­fleytt sér vegna alltof hás hús­næðis­kostnaðar. Þetta sé eitt af lyk­il­verk­efn­um verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar. Ekki sé nóg að auka kaup­mátt með krónu­tölu­hækk­un­um held­ur líka með kostnaðar­lækk­un­um. „Við erum að sjá kuln­un í starfi, brott­fall á vinnu­markaði er nán­ast orðið ósjálfs­bært til lengri tíma og sjúkra­sjóðir stétt­ar­fé­lag­anna eru marg­ir komn­ir langt yfir greiðslu­mörk og hafa þurft að skerðast vegna þess að við erum að missa mikið af ungu fólki á lang­tíma ör­orku vegna þess að er ein­fald­lega að gef­ast upp,“ seg­ir hann.

„Þetta spil­ar allt sam­an í því að bæta hér lífs­kjör al­mennt til skemmri og lengri tíma. Hérna hafa komið fram frá­bær­ar til­lög­ur sem við erum með í okk­ar kjara­samn­ing­um og sem við erum að vinna í líka áfram eins og með til­greindu sér­eign­ina og fleira. Þetta er nán­ast frá­gengið hjá aðilum vinnu­markaðar­ins. Það á bara eft­ir að koma þessu í gegn­um lög­in.“

Frosti Sigurjónsson, formaður starfshóps stjórnvalda, á fundinum.
Frosti Sig­ur­jóns­son, formaður starfs­hóps stjórn­valda, á fund­in­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Snúa ekki aft­ur til Íslands vegna óvissu

Ragn­ar held­ur áfram og seg­ir gríðarlega mik­il­vægt að tryggja raun­veru­legt bú­setu- og fram­færslu­ör­yggi hér á landi til lengri tíma. Núna viti fólk ekki hvort leig­an hækk­ar um tugi þúsunda þetta árið eða næsta eða jafn­vel á hverju ári. Erfitt sé að gera al­menni­leg plön til lengri tíma. „Þarna skipt­ir máli fyr­ir sam­fé­lagið okk­ar og fyr­ir sam­keppn­is­hæfni sam­fé­lags­ins að lífs­kjör hér séu með sam­bæri­leg­um hætti og ann­ars staðar þannig að fólk hafi á annað borð áhuga til þess að koma hingað. Ég veit um fullt af fólki sem hef­ur flúið hér lífs­kjör, gerði það eft­ir hrun og vill koma aft­ur en hef­ur ekki getu eða áhuga á því vegna þess að óviss­an er svo mik­il. Hús­næðið er dýrt, leiga er alltof há og bú­setu­ör­yggi á leigu­markaði er al­gjör­lega óviðun­andi,“ grein­ir hann frá. Erfitt sé að rífa heila fjöl­skyldu upp með rót­um og ætla að setj­ast að á Íslandi til langs tíma ef ör­yggið sé ekki til staðar. „Þarna er verði að tikka í mörg box hjá mjög jaðar­sett­um hópi í okk­ar sam­fé­lagi sem gríðarlega já­kvætt skref.“

Held­urðu að þetta fólk muni snúa aft­ur á næst­unni?

„Ég veit frá fyrstu hendi að staðan á hús­næðismarkaði hef­ur haft áhrif á það hvort vel menntað fólk hef­ur verið frá­hverft því að snúa til baka og starfa í þessu frá­bæra landi. Þetta er eitt af for­gangs­mál­um bæði stjórn­valda og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar með góðum stuðningi frá Íbúðalána­sjóði. Ég myndi segja að þessi vinna sem hef­ur verið unn­in í starfs­hópn­um og núna hérna sé tíma­móta­vinna til þess að fara að snúa þess­ari þróun við,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert