Námskeiði úthýst af Grand

European Security Academy (ESA).
European Security Academy (ESA). Af Facebook-síðu

Námskeið European Security Academy hefur verið fært af Grand hótel en námskeiðið átti að hefjast klukkan 13. Það var ákvörðun hótelsins að námskeiðinu yrði úthýst af hótelinu. Hótelstjórinn á Grand hótel, Salvör Lilja Brandsdóttir, staðfestir þetta í samtali við mbl.is

Stundin greindi frá því í gær að námskeiðið yrði haldið hér á landi og Vísir að það yrði ekki á Grand.

„Kynning á námskeiðum European Security Academy (ESA).

Viltu starfa við öryggisgæslu á sjó eða landi? Sem lífvörður? Sérsveitarmaður? Fáðu fremstu þjálfun í öryggisgæslu sem völ er á. ESA býður upp á þjálfun fyrir einstaklinga, hópa, lögreglu, öryggisverði og sérsveitir stjórnvalda víða um heim.

Fyrirlesari: Roger Odeberger, svæðisstjóri ESA í Skandinavíu. Eftir fyrirlesturinn mun Roger svara spurningum fundarmanna úr sal og spjalla við þá sem þess óska. Dagssetning og tími fundar: 6. apríl, 2019, kl 13.00.
Staðsetning: Solon. Bankastræti 7a,“ segir á Facebook-síðu ESA. 

ATHUGASEMD - Eigandi Sólon segir að þetta sé ekki rétt þar sem hann hafi afþakkað veru ESA á staðnum. Ekki kemur lengur fram á Facebook-síðu ESA hvar fundurinn verður haldinn. 

Samkvæmt umfjöllun Stundarinnar hafa þeir sem skráðir eru á kynninguna mismunandi ástæður til að sækja kynningarfundinn. María Magnúsdóttir, stjórnarmeðlimur Frelsisflokksins, segist sækja fundinn í þeirri von að læra að verja sig ef til átaka kemur vegna straums innflytjenda og flóttamanna til landsins. Fleiri eru nefndir í frétt Stundarinnar en hægt er að lesa fréttina hér.

Í skilaboðum frá ESA kom fram að DV hefði fengið einkarétt á því að fjalla um kynningarfundinn. Fundurinn var kynntur í frétt á DV.is fyrir skemmstu. „Við lofuðum DV einkabirtingu (exclusive) á umfjöllun umfjöllun um kynningarfund ESA, sem þeir hafa þegar birt,“ segir í svari European Security Academy til Stundarinnar.

Samtök hernaðarandstæðinga fordæma auglýst námskeið European Security Academy. „Fyrirtæki þetta hefur meðal annars þjálfað öfgahægrhópa í Úkraínu og samtökin hvetja stjórnendur hótelsins til að endurskoða þá ákvörðun að heimila afnot af sölum sínum fyrir slíka starfsemi. Jafnframt veltir SHA því fyrir sér hvort námskeið af þessu tagi, sem býður upp á herþjálfun, feli ekki í sér brot á íslenskum lögum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert