Aðstæður á Íslandi verulega frábrugðnar

Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja …
Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. mbl.is/Golli

Gildandi ákvæði þriðja orkupakkans munu ekki hafa áhrif á fullveldi ríkisstjórnar Íslands yfir orkuauðlindum Íslands og ákvörðunarvald yfir nýtingu og stjórnun þeirra. 

Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Miguel Arias Canete, framkvæmdastjóra orkumála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, 20. mars síðastliðinn.

Í fylgiskjali þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann, sem verður til umræðu á þingfundi í dag, má finna sameiginlega yfirlýsingu Guðlaugs og Canete um gildi þriðja orkupakkans gagnvart Íslandi. 

Guðlaugur og Canete ræddu orkupakkann með hliðsjón af einstökum aðstæðum á íslandi að því er varðar endurnýjanlega orku og orkumarkaði. Í samtali þeirra kom fram að aðstæður á Íslandi séu verulega frábrugðnar þeim sem eru til staðar í löndum þar sem orkunet tengjast yfir landamæri. Þess vegna hentar hið sérstaka fyrirkomulag fyrir Ísland, sem sameiginlega EES-nefndin samþykkti, þar sem komist er hjá allri ónauðsynlegri byrði, best fyrir íslenskar aðstæður.

Ákvörðunarvald um raforkustrengi sé alfarið hjá stjórnvöldum

Í skjalinu segir að raforkukerfi Íslands er eins og stendur einangrað kerfi og ekki tengt við raforkusæstreng milli Íslands og orkukerfis innri markaðar ESB. Í því ljósi hefur stór hluti ákvæða þriðju orkupakkans ekki gildi eða neina raunhæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan enginn raforkusæstrengur er til staðar. Ákvæði um ACER (Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði) og reglugerðin um raforkuviðskipti yfir landamæri ekki hafa nein merkjanleg áhrif á fullveldi Íslands í orkumálum. Verði grunnvirki yfir landamæri sett upp í framtíðinni hefur eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvörðunarvald um málefni sem ná yfir landamæri, en ekki ACER.

Þá er það mat Guðlaugs og Canete að ákvörðunarvald um raforkustrengi milli Íslands og innri raforkumarkaðar ESB liggur alfarið hjá íslenskum stjórnvöldum.

Líkt og fyrr segir fer fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann fram á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti að leggja þriðja orkupakkainn  fyr­ir Alþingi með þeim fyr­ir­vör­um að sá hluti er snúi að flutn­ingi raf­orku yfir landa­mæri komi ekki til fram­kvæmda nema með aðkomu Alþing­is á nýj­an leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert