Leyfi vegna alvarlegs slyss

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna slyss í fjöl­skyld­unni ákvað Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, að taka sér leyfi frá þing­störf­um. Þetta staðfest­ir Jón Pét­urs­son, aðstoðarmaður Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­manns flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

Vanga­velt­ur hafa verið uppi um það hvers vegna Gunn­ar Bragi ákvað að taka sér leyfi frá störf­um og seg­ir Jón að hann hafi fengið að heyra alls kyns furðuleg­ar út­gáf­ur af meintri ástæðu þess að Gunn­ar Bragi hafi tekið sér leyfi frá þing­störf­um.

Hið rétt sé að al­var­legt slys hafi átt sér stað í fjöl­skyld­unni sem tekið hafi mjög á Gunn­ar Braga. Fyr­ir vikið hafi hann af þeim sök­um ákveðið að taka sér leyfi frá þing­störf­um sem og til þess að geta verið til staðar fyr­ir ást­vini sína vegna slyss­ins.

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, staðfest­ir aðspurður að Gunn­ar Bragi sé í launuðu veik­inda­leyfi á grund­velli lækn­is­vott­orðs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert