Tókust á um fjarveru Sigmundar

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. mb.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, að umtalsefni í umræðum um þriðja orkupakka Evrópusambandsins á Alþingi í dag í ljósi andstöðu Sigmundar við samþykkt málsins.

Þannig benti Guðlaugur Þór á að Sigmundur væri í Katar. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, bað um orðið undir liðnum fundarstjórn forseta og sagði Alþingi hafa skilning á því að Guðlaugur Þór þyrfti reglulega að vera erlendis vegna embættiserinda sinna. 

Gagnrýndi Þorsteinn utanríkisráðherra fyrir að gera fjarveru Sigmundar tortryggilega í ljósi þess, sem ráðherrann hefði ekki nefnt, að Sigmundur væri erlendis í störfum sínum á vegum Alþingis.

Guðlaugur Þór svaraði því til að allir þyrftu að forgangsraða í störfum sínum. Honum hefði komið forgangsröðun Sigmundar í þessum efnum á óvart. Þá sagði hann að samið hefði verið um það við Miðflokkinn hvenær umræðan um málið færi fram.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert