Óska endurskoðunar yfirdeildar í Landsréttarmáli

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra dómsmála.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra dómsmála. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dóms­málaráðherra kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag ákvörðun sína um að ís­lenska ríkið myndi óska eft­ir end­ur­skoðun yf­ir­deild­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu á dómi MDE í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kallaða. Í mál­inu komst meiri­hluti dóms­ins að þeirri niður­stöðu að ann­mark­ar á meðferð ráðherra og Alþing­is við skip­un dóm­ara við Lands­rétt fælu í sér brot gegn mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um að skip­an dóm­stóls­ins sé ákveðin með lög­um.

Greint er frá þessu í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu, en þar er haft eft­ir Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, ráðherra dóms­mála, að hún telji brýnt að fara þessa leið. Við höf­um síðustu vik­ur skoðað mis­mun­andi fleti þessa mik­il­væga máls. Eft­ir þá skoðun tel ég rétt að óska end­ur­skoðunar hjá yf­ir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mik­il­væga hags­muni málið snert­ir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti máls­ins en á þessu stigi verða ekki tekn­ar frek­ari ákv­arðanir,” er haft eft­ir henni.

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að dóm­ur MDE hafi ekki aðeins áhrif hér, held­ur um alla Evr­ópu hvað varðar spurn­ing­ar um það hvort skip­an dóm­stóla sé ákveðin með lög­um í þeim skiln­ingi sem lagður er til grund­vall­ar í niður­stöðu meiri­hlut­ans. Er það mat sér­fræðinga dóms­málaráðuneyt­is­ins, að höfðu sam­ráði við rík­is­lög­mann og dr. Thom­as Horn, mál­flutn­ings­mann og sér­fræðing í mann­rétt­ind­um og réttar­fari, að leita eigi end­ur­skoðunar á dómi MDE. Kem­ur fram að málið veki upp veiga­mikl­ar spurn­ing­ar um túlk­un og fram­kvæmd mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Málið snýst um skipan dómara við Landsrétt.
Málið snýst um skip­an dóm­ara við Lands­rétt. mbl.is/​Hari

 

Lík­ur standa til þess að niðurstaða um það hvort yf­ir­deild­in taki dóm­inn til end­ur­skoðunar fá­ist inn­an fárra mánaða. Taki yf­ir­deild­in málið til end­ur­skoðunar verður þess óskað að málið njóti for­gangs en MDE hef­ur frá upp­hafi skil­greint málið mik­il­vægt og hlaut það flýtimeðferð á fyrri stig­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert