Vill rannsóknarnefnd vegna myglu

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Álfheiður Ingadóttir, sem tók í dag sæti á Alþingi sem 2. varaþingmaður VG í Reykjavíkurkjördæmi norður í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar, vill að rannsóknarnefnd verði skipuð til greina hvað hefur misfarist við byggingu húsa hér á landi í ljósi þeirra rakaskemmda sem víða hafa orðið.

Hún sagði undir liðnum störf þingsins það vonbrigði að ekki verði lengur heilbrigðistengd þjónusta þar sem Embætti landlæknis var til húsa í gömlu heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg.

Álfheiður minntist á mygluna í Fossvogsskóla, Orkuveituhúsinu, höfuðstöðvum Íslandsbanka og á Landspítalanum. „Listinn er mjög langur,“ sagði hún og nefndi að um þriðjungur starfsmanna finni fyrir áhrifum af völdum myglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert