Kúnstir að baki orkupakka

Þorsteinn Pálsson.
Þorsteinn Pálsson. mbl.is/RAX

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra beita blekkingum í kynningu sinni á þriðja orkupakkanum. Þetta kemur fram í pistli Þorsteins á vefnum Hringbraut.

„En því er á þetta minnst að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þurfti að grípa til kúnstar af þessu tagi til þess að geta lagt þriðja orkupakkann fyrir Alþingi. Og satt best að segja á hann fullt lof skilið fyrir vikið,“ ritar Þorsteinn.

Hann segir þriðja orkupakkann hluta af regluverki Evrópusambandsins sem okkur beri að innleiða í íslenskan rétt samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Stór hluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins stöðvaði framgöngu málsins með fullyrðingum um að pakkinn skerti fullveldi Íslands. „Björn Bjarnason, sem er formaður nefndar sem metur ávinning af aðild Íslands að innri markaði Evrópusambandsins, sýndi ítrekað fram á með skýrum og gildum rökum að enginn málefnalegur fótur var fyrir fullyrðingum þingmannanna um aðför að fullveldinu,“ ritar Þorsteinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert